Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 73
71
IV. Barnsfarir.
Töflur XI—XII.
A árinu fæddust samkv. töluin Hagstofunnar 2478 lifandi og 52
andvana börn.
Skýrslur ljósmæðra geta 2382 fæðinga: 2385 barna og 45 fósturláta.
Getið er um aðburð 2371 barna, og var hann i hundraðstölum
sem hér segir:
Hötuð bar að:
Hvirfill ........................ 95,36 °/o
Framhöfuð........................ 1,35 —
Andlit............................... 0,30— 97,01 °/o
Sitjanda og' fætur bar að:
' Sitjandi........................ 2,19 —
Fótur................................ 0,72— 2,91 —
Þverlega...................................... 0,08 —
59 af þessum 2585 börnuni komu andvana, þ. e. 2,5% — i Rvík
15 af 736 (2,0 °/»). Hálfdauð voru við fæðinguna 50 (2,1 7°) og ófull-
burða 86 (3,6 7°)- 5 börn eru talin vansköpuð, þ. e. 2,1 %o.
Af barnsförum og úr barnsfararsótt hafa dáið undanfarin ár:
1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933
Af barnsförum . . 3 4 4 8 7 10 4 6 7 4
Úr bárnsfararsótt 3 6 1 3 3 1 5 3 1 3
Samtals 6 10 5 11 10 11 9 9 8 7
Orsakir barnsfarardauðans eru í ár: Utanlegsþykkt 1, lilóðlát 2,
aðrar orsakir 1.
Samkvæmt skýrslum lækna um fæðingaraðgerðir (tafla XII), sem
vera munu lítt tæmandi úr Rvík og sumum öðrum héruðum, þar sem
fleiri læknar eru starfandi en héraðslæknir einn (t. d. Eyrarbakka,
Keflavíkur), er getið þessara fæðingareríiðleika helztra: Fyrirsæt fylgja
8, fylgjulos 3, föst l'ylgja 31, legbrestur eða yfirvofandi legbrestur 2,
blæðing fyrir eða eftir fæðingu 13, fæðingarkrampar eða yfirvofandi
fæðingarkrampar 5, grindarþrengsli eða grindarskekkja 13, æxli til
liindrunar fæðingu (tumor ligamenti lati, tumor vaginae) 2, þverlega
eða skálega 2.
Um fósturlát og fóstureyðingar gerist bið sama á þessu ári og
undanfarin ár, svo sem bert er af hinsvegar prentaðri skýrslu um
eurettage-aðgerðir á sjúkrahúsunum í landinu á árinu 1933. Nokkrir
læknar halda því áfram óhikað, í trássi við lög og rétt, að eyða
fóstrum kvenna, og er nú í fyrsta skipti beinlínis viðurkennt í skýrsl-
um, að ráðist sé í þessar aðgerðir af félagslegum ástæðum einum
(St. Jósephssjúkrahús í Itvík: »ind. soc.« og Akureyrarsjúkrahús:
»paupertas«). Fósturlátafjöldinn á sumum sjúkrahúsunum er enn sem
fyrr mjög tortryggilegur, miðað við það, sem kunnugt er um fjölda
fösturláta í landinu yíirleitt. Ljósmæður á öllu landinu utan Reykja-
víkur kunna þannig að herma frá einum 32 fósturlátum samtals á
þessu ári, en á sjúkrahúsunum í Reykjavík og Hafnarfirði liggja á