Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 87
85
L i ð h 1 a u p :
Luxatio claviculae.............................. 1
humeri................................ 14
cubiti................................. 2
digiti manus........................... 2
menisci genus.......................... 1
pedis.................................. 1
Samtals 216
VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir,
heyrnarlausir, blindir og’ deyfilyfjaneytendur.
Töflur XIII—XIV.
Skýrslur bárust nú úr öllum héruðum nema Rvík, Ólafsvíkur,
Blönduós, Ólafsfj. og Norðfj. Ná þær þannig til 74924 af 113366
landsmönnum eða 66,1 °/o.
Læknar láta þessa getið;
Um blinda:
Hólmavikur. 13 eru blindir í héraðinu, en vel má vera, að vantalið
sé. Allt er þetta gamalt fólk, og orsök blindunnar í flestum tilfellum
glaucoma chronic. Er glaucomblinda afar algeng hér og mjög ættgeng.
VII. Ýms heilbrigðismál.
1. Heilbrigðislöggjíif 1933.
Á árinu voru sett þessi lög, sem til heilbrigðislöggjafar gela talizt:
1. Ljósmæðralög nr. 17, 19. júní 1933.
2. Lög nr. 26, 19. júní 1933 um breyting á lögum nr. 82, 23. júni
1932 um sjúkrasamlög.
3. Hjúkrunarkvennalög nr. 27, 19. júní 1933.
4. Lög nr. 30, 19. júní 1933 uin sjúkrahús o. 11.
5. Lög' nr. 32, 19. júní 1933 um tilbúning og' verzlun með smjörlíki.
6. Lög nr. 39, 19. júní 1933 um kjötmat o. fl.
7. Lög nr. 60, 19. júní 1933 um viðauka við lög nr. 79, 14. nóv.
1917 um samþykktir um lokunartíma sölubúða í kaupstöðum.
8. Lög nr. 61, 19. júní 1933 uin breytingu á lögum um dýralækna
nr. 61, 3. nóv. 1915.
9. Lög nr. 65, 19. júni 1933 um varnir geg'n þvi, að næmir sjúk-
dómar berist til íslands.
10. Lög nr. 66, 1!). júní 1933 um varnir gegn útbreiðslu næmra
sjúkdóma.
11. Lög nr. 76, 19. júní 1933 um breyting á lögum nr. 43, 23. júní
1932 um barnavernd.