Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 70
68
Skólar
á Húsavik annarsstaðar
Vegetat. adenoid........................ 3 1
Neðan þroskaaldurs..................... 34 5
01' létt............................... 48 8
Of þung................................. 13 »
Vopnafj. Engu barni var vísað frá skólavist. I’au börn, seni til
skólaskoðunar komu og skóla áttu að sækja, reyndust öll sæmilega
hraust og vel útlítandi og ekkert þeirra með næma sjúkdóma.
Hróarstungu. Börn ylirleiU hraust bér um slóðir. Algengustu kvillar
tannskemmdír og óþrif. Eitlaþroti lílið áberandi, nema út frá skemmd-
unt tönnum. Einu barni ráðlagt að sækja ekki skóla vegna gruns um
tub. pulm., sem síðar reyndist réttur.
Seyðisfj. Oll börnin, 105 alls, er skoðuð voru í 4 skólum, töldust
liraust, og var því leyfð skólavist. Engir alvarlegir kvillar komu í ljós
við skólaskoðunina, nema liinar illræmdu tannskemdir, sem nær hvert
barn hefir.
Reyðarfj. Tveim börnum bönnuð skólavist vegna berkla. Af 100
skólabörnum á Eskifirði voru aðeins 6 með óskemmdar tennur, 3
böfðu áberandi sjóngalla, 3 skakkbak; eitlaþroti mun sjaldgæfari en
2 undanfarin ár (10 af 100). Lús eða nit sást ekki, enda öll börnin
nýþvegin og kembd, áður en þau koma til skoðunar, en allt af ber
nokkuð á lús í skólanum að vetrinum. Kláði eða geitur sjást elcki.
Algengustu kvillar voru eitlaþroti og blóðleysi.
fíerufj. Auk eins berklasjúklings og þeirra kvilla annara, sem taldir
eru í skýrslu um skólaskoðanir, liöfðu börnin þessa kvilla: Anæmia 3,
scoliosis 2, hypertr. tons. 5, sjóngalla 6, strabismus 2, blepharitis 3,
l)roncbitis 1. Einn kennarinn reyndist berklaveikur, með lungnaberkla.
Hafði liann fengið veikina 1920 og verið á Vífilsstaðahæli, en að sögn
hraustur síðan. Hann var útvegaður í Breiðdalshrepp, en var fræðslu-
nefnd ókunnugur.
Siðn. 75 börn voru skoðuð, og reyndust þau yfirleitt hraust. 11 ára
dreng var þó vísað frá skólavist vegna veiklulegs útlits og boðaður
til læknis til rannsóknar, en þó einkum ítrekað að lá þvag til rann-
sóknar. Þetta drógst þó nokkuð lengi; svo veiktist dreng'urinn af við-
varandi uppsölu, og er ég kom til hans, fann ég þegar, að hann var
með sykursýki, kominn að því að falla í conia. Ég tók hann strax
með mér í sjúkraskýlið, og bresstist liann fljótt eftir insúlíninnspýt-
ingu. En befði ég' ekki liaft insúlín við hendina, tel ég engar líkur
til, að honum hefði orðið bjargað. Lús fer minnkandi í skólabörnum,
en ekki er þó fyllilega að marka það, þó að þau séu laus við lús
og nit, er skoðun fer fram.
Vestmannaeyja. Barnaskólinn: Helztu kvillar: Meiri liáttar bak-
skekkja (scoliosis) 6, minni háttar 18. Hypertrop. tons.: Mikil brögð
að þessum sjúkdómi í 6 börnum. Enur. noct. 4. Strabismus 3. Nær-
sýni og astigm. 26, í flestum minni háttar. Heyrn í lakara lagi hjá
12 börnum. Anæmia 16. Kokeitlingaauki í 2 börnum. Hálseitlar þrútnir
og í stærra lagi á um 40 börnum. Af börnum, sem leyft var skóla-
nám í liaust, liggja nú 4 á sjúkralrúsi, ekki með smitandi berkla.