Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 78
Blönduós. Ljósmæður geta engra l'ósturláta, en í bókum sjúkrahúss-
ins er getið um þrjú. Abortus provocatus er enginn á skýrslum, og
ég liygg', að abortus criminalis eigi sér ekki stað hér. Takmörkun
barneigna mun aftur á móti ekki sjaldgæf liér frekar en annarsstaðar,
bæði á primitivan hátt og nokkuð mcð verjum.
Hofsós. Tvær konur höfðu grindarþrengsli, og, að j)ví er virtist,
pelvis áéquabiliter justo minor. Önnur konan fæddi fyrir 2 árum og
gekk þá mjög erfiðlega. Barnið náðist þá loks með vendingu og fram-
drætti, mjög líflítið, en varð lífgað. Nú notaði ég \ ið hana thymophysin
(3 inject.). Auk þess fékk hún pituitrin, en það virtist gagna lítið
eða ekki neitt. Nú fæddi hún án verulegrar annarar læknisaðgerðar
en þessarar, þó að seint gengi. Mér virðist tliymophysin ágætis Ivf.
Verkun þess virðist miklu öruggari en pituitrins. Auk þess þarf maður
ekki að vera eins varkár með að gefa það snemma í fæðingu. Hin
konan var smávaxin og hafði grindarþrengsli á allháu stigi. Það
var að því komið, að það þyrfti að perforera barnið. Þá náðist það
með töng, en var andvana. Rétt fyrir áramótin var. ég sóttur lil konu
úti í Fljótum, sem bafði geysimikla genitalblæðingu. Hún liafði fengið
blæðingu síðari hluta sumars og verið þá rúmlöst 3—4 víkur, en
ekki verið sóttur læknir til liennar, heldur aðeins fengin lyf. Eftir því
sem næst varð komizt, var hér um graviditas extrauterina að ræða.
Konan var látin 1—2 klukkustundum áður en ég kom til hennar.
Svarfdœlci. Yíirsetukonurnar telja engin tósturlát í fæðingabókum
síiium éða skýrslum, en 2 veit héraðslælcnir um, og olli annað barns-
fararsótt.
Akureijrar. Hvað snertir fósturlát (abortus) finnst oss læknum og
Ijósmæðrum sem þau séu engu tíðari nú en áður hefir verið. Og
þetta ár vitum við ekki um neinn abortus provoc. criminalis. Hins
vegar fer mjög í vöxt, að konur leiti okkar lækna til að fá okkur lil
að eyða úr sér löstri eða að auki að koma í veg fyrir frekari barns-
getnað. Mér hefir líkt og fleirum reynzt eríitt að halda þar að mér
höndum í vissum tilfellum. Hin eru þó miklu fleiri, sem ég lieli
\ísað Irá, og hafa þá sumar konurnar leitað til lækna annarsstaðar
á landinu og lengið afgreiðslu hjá þeim. Eins og skýrslan sýnir,
heíi ég í 8 skipti gert excochleatio uteri til fóstureyðingar og’ 6 sinn-
um gert laparatomia til þess um leið að verða við ósk konunnar og
manns hennar að koma í veg fyrir fleiri fæðingar. Þetta hefi ég allt
gert eftir vandlega yíirvegun í samráði \ið og að áeggjan eins og
fleiri kollega í hvert skipti. Tvær konur dóu fyrir þessar aðgerðir,
og þótti mér afarsviplegt og allsendis óvænt, því að ég vissi ekki
annað, en að rétt og' varlega væri farið að í bæði skiptin. Þessi
dauðsföll hafa mjög dregið úr mér kjark til samskonar aðgerða og
þar var um að ræða, nema alveg ákveðin nauðsyn knýi.
Höfðahverfis. Hjá einni konu var liöfuð komið vel í miðja grind,
en þversuin, er ég kom. Tók ég barnið með töng og lifði það. Hjá
annari konu náðist fylgja ekki út nema í djúpum chloroformsvefni.
Annars er langalgengasta orsökin til þess að min er vitjað til sængur-
kvenna allskonar óregla á sótt og lin sótt, sem venjulegast lagast með
pituitrini og cliloroformi.