Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 32
30
Vestmannaeyja. Útlend í'erðaskip, einkum ensk, komu hingað með
magnaða infliienzu í janúar, febrúar og marz. Flestir skipsmenn veikir
á sumum togurunum, nokkrir allþungt haldnir. Veikin barst ekki í
land, enda ströngum sóttvörnum beitt. I maímánuði barst veikin liing-
að úr Reykjavík og af Suðurnesjum.
Eyrarbakka. Gekk um liéraðið vormánuðina, stóð hæst i april og
maí. Hún byrjaði í sveitunum snemma í marz, á mörgum bæjum um
líkt leyti, á öilum flutt beint frá Reykjavík. Hún færðist svo fljótlega
um sveitirnar, tók marga eða öllu heldur flesta á hverjum bæ, en var
væg. Menn lág'u í 1 3 daga; margir lögðust ekki, en voru lasnir á
fótum. í káupstaðina kom hún ekki l'yrr en í apríl og hagaði sér þar
svipað. Mér er ekki kunnugt um, að neinn dæi úr henni, og l'á til-
felli koma fyrir af lungnabólgu að tiltölu \ ið það, hve margir sýkt-
ust af inflúenzu. Hún varð einna þyngst á sjómönnum í Þorlákshöfn,
enda er heldur óvistlegt þar í verbúðunum fyrir sjúklinga.
Grímsnes. Barst bingað í marzmánuði frá Reykjavík. Kom fyrst á
2 bæi í Skeiðahreppi, en barst svo á hvern einasta bæ í hreppnum
að afstöðnum prestskosningum. Ikiðan barst hún í Hreppana. I Gríms-
nes og' Biskupstungur barst hún litlu síðar frá Reykjavík.
Keflavikur. Fór yíir flesta lireppa í inarz, apríl og maí; lagði sums-
staðar allt tolk í rúmið, eu fór annarsstaðar liægt yfir. I Grindavík
gekk lnin í báðnm hverfum silt hvoru megin við Járngerðarstaða-
hverfi, en kom lítið þangað. Víðast hvar var hún væg nema í Sand-
gerði; þar lagðist hún allþungt á sjómennina, enda afleit skilvrði þar
l'vrir sjúklingana vegna slæmra liúsakynna.
10. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 10.
Sjúklingafjöldi 1924- -1933:
1824 192,') 1920 1927 1928 1929 1930 1931
Sjúkl.......... 3802 1643 685 1 2293 3026 » 31
Dánir.......... 12 13 9 » 2 13 1 »
Mislingar gerðu ekki vart við sig á árinu.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
Sjúklingafjöldi 1924—1933:
1924 1925 1920 1927 1928 1929 1930 1931
Sjúkl.......... » 1 » 1 » 998 1858 .325
Þrjú tilfelli skrásett, 1 á Siglufirði og 2 á Akurevri, og er ef lil
vill annar sjúklingurinn á Akureyri einmitt Siglufjarðar-sjúklingurinn.
Siglufjarðar-sjúklingurinn var með vissu útlendingur.
Læknar láta þessa getið:
Siglufj. Einn sjúklingur kom hér á vöruskipi með parotitis epi-
demica. Var hann einangraður. Skipið fór héðan til Akureyrar, og var
héraðslækninum þar gert aðvart um sjúklinginn og einangrun þar
1932 1933
132 »
» »
1932 1933
4 3