Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 119
117
Reykdœla. Nautn áfengis lítil. Kaffineyzla í meðallagi og tóbaks-
notkun lítil.
Pistilfj. Áfengisnautn virðist aukast. Er það hinn innlendi iðnaður,
sein kennt er um, tvennskonar trúi ég, »landi« og svonefnd »mysa«.
Hvorugt prófað né séð.
Vopnafj. Áfengisnautn ekki teljandi. Spánarvín hefi ég ekki séð hér
siðuslu 3 árin. Smyglun áfengis úr skipum engin eða sama sem engin.
»Landa« verður aðeins vart, en lítið mun framleitt af honum ennþá
sem komið er. Yfirleitt hefir mér fundizt menn hér leita óvenjulega
lítin á með það að afla sér áfengis. Kaffinotkun lieíir minnkað tölu-
vert i sveitinni síðustu árin. Er mér sagt, að víða á hæjum sé kaffi
drukkið aðeins einu sinni á dag'. I kauptúninu er kaffinotkun meiri,
en þó mjög í hófi. Tóbaksnotkun nokkur, einkum munntóbaks og
reyktóbaks. Sígarettur sjást nú sjaldan.
Hróarstunga. Áfengisnautn frekar lítil; einhvers neytt af heimalil-
búnu öli. Kaffi og tóbaksnotkun eins og gengur og gerist til sveita.
Norðfj. Áfengisnautn fer ekki minnkandi, nema síður sé. Kemur
varla svo fyrir dansskemmtun, að ekki verði fyllirí og slagsmál. Par
að auki sést oft mikið af drukknum mönnum á götum á laugar-
dagskvöldum eða þegar skip eru hér stödd.
Reyðarfj. Áfengisnautn töluverð, mest lieimabrugg, sumt úr skip-
um. Tóbaksnautn mikil, einkum reykingar.
Berufj. Áfengisnautn virðist frekar færast í vöxt. Kaffinautn mun
vera hófleg og tóbaksnautn sömuleiðis.
Síðu. Áfengisnautn er ekki mikil. Kaffinautn hefir minnkað að mun
hin síðustu ár. Tóbaksnautn er talsvert útbreidd.
Vestmannaeyja. Drykkjuskapur virðist mér heldur fara hér þverrandi.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður gela þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XI) hvernig 2310
börn af 2385, sem skýrslurnar ná til, voru nærð eftir fæðinguna. Eru
hundraðstölur sem hér segir (tölur síðastliðins árs í svigum):
Brjóst fengu..............84,7 °/<> (85,8 °/o)
Brjóst og pela fengu . . . 5,4— ( 4,3—)
Pela fengu ............... 9,9- ( 9,9—)
í Reykjavík líta tölurnar þannig út:
Brjóst fengu..............92,4 °/» (94,2 °/o)
Brjóst og' pela fengu ... 4,2— ( 1,3—)
Pela fengu................ 3,4— ( 4,5—)
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Meðferð ungbarna yfirleitt góð.
Skipaskaga. Hirðing og klæðnaður barna í góðu lagi. Lýsi fá flest
börn frá því að þau eru 2. mánaða.
Borgarfj. Ekkert ungbarn dó.
Ólafsvikur. Meðferð ungbarna fer batnandi með hverju ári, enda
fer heilsa þeirra batnandi og barnadauði minnkandi.
Stykkishólms. Raunverulega eru miklu fleiri börn en skýrslur herma,
sem að mestu leyti fá pela og mega því með réttu teljast pelabörn.