Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 100
98
Pingeyrar. í héraðinu liafa á árinu verið reist 2 allmyndarleg íbúðar-
hús á sveitabæjum, vönduð og úr stelnsteypu. Kr það fyrir tilverknað
ungra bændasona, sein varið hafa kaupi sínu fyrir sjómennsku lil
að reisa við hrörleg húsakynni foreldra sinna. Hús hafa eigi verið
i>yggð í kauptúninu, en með framhaldandi fólkstjölgun verður það óhjá-
kvæmilegt á næstunni. Húsakynni mega heita allgóð í héraðinu vflrleitt,
og fara batnandi með liverju ári. Þótt eigi sé byggt mikið al' nýjum
húsum, eru hin eldri víða lagfærð og endurbætt. Prifnaður má teljast
í góðu lagi. I kauptúninu er vatnsveita í flestum íbúðarhúsum. Frá-
ræsla aðeins í 4 og' vatnssalerni, enda er aðstaðan eríið, því að húsin
Iiggja dreifð meðfram strandlengjunni. Úr fjallshlíðinni ganga mörg
smágil milli húsanna til sjávar. I þau er hellt skolpi, og eru þau
ógeðsleg, þegar snjóa leysir. Vorleysingin hreinsar þau. Auk þess
gengur heilbrigðisnefnd eftir því, að þau séu þrifin á hverju vori. Mið-
stöðvarhitun er aðeins í 3 húsum, framleitt al’ mótorvél. Er dýrt.
Hesteyrar. Húsakynni eru víðast sæmileg. Sumstaðar er vatnsleiðsla,
og er almennur áhugi að vakna fyrir slíkutn umbótum. Salernaleysi
og lúsin eru hér mestu ágallar heilbrigðismálanna.
Reykjarfj. Húsnæði lolks er afar itlt sumstaðar, sérstaklega á Gjögri
og þar nærlendis. Mörg gripahús taka þeim mannahústöðum fram.
Gamlir timburhjallar, skakkir allir og skældir, rifnir og rotfúnir, svo
að nærri liggur, að allvíða sjáist út um sumar rautirnar. Helztu og
flestir gluggarnir snúa rnóti aðalillviðraáttinni og kuldanepjunni, rúður
víða hrotnar og neglt fyrir með kassafjölum. — Fjölskyldan, konan
\eik og tjögur ung börn, háttar ekki að kvöldinu, heldur verður
fólkið að henda sér í öllum fötum í fletin, til þess að geta l’est væran
blund fyrir kulda. IJað er ekki ein fjölskylda, er svona dregur fram
tílið, tieldur margar, því miður. A einstöku heimiluin er þrifnaður i
bezta lagi; en á ferðum mínum um liéraðið hefi ég orðið var við
óþrif af ýmsu tagi.
Hólmavikur. Mörg hús hafa verið tiyggð, einkum á Hólmavík, flest
allvel vönduð, úr steinsteypu. Kauptúnið stækkar mjög ört. Er hér
þrifnaður í sæmilega góðu lagi.
Miðfj. Lítið um nýbyggingar á árinu. A tveim bæjum l)vggð ný
vönduð steinsteypuhús með miðstöð og' byrjað á því þriðja. Til nær-
fata og' sokka mun l'ólk í sveitum aðallega nota föt úr íslenzkri ull;
einnig mun vera að færast í vöxt, að menn fái sér utanyfirföt úr
íslenzku verksmiðj uefni.
Blönduós. Húsakynni hér eru mjög misjöfn. Sumar sveitir hér, eins
og t. d. Langidalur og' nokkur hluti Vatnsdals, munu vera með þéim
allra fremstu á landi hér í þessu efni. í Langadal ofanverðum eru
stór og vönduð steinhús á hveijum bæ. Timburhús eru liér óvíða,
því að yfirleitt skiptir í Ivö horn, annaðhvort standa torfbæirnir
gömlu frá síðustu öld, eða þá að t)yg'g'ð hafa verið á síðustu 20 ár-
um hús úr steinsteypu, sum ágæt. Gömlu bæirnir eru sumir hverjir
fullboðlegir mannabústaðir, aðrir lélegir. A stöku stað til sveita, en
einkum þó í kauptúnunum og sérstaklega á Kálfshamarsvík, eru
liíl)ýli hin aumustu, enda fátækt þar og vesaldómur. Yfirleitt má
segja, að garnli tíminn og hinn nýi mætist í þessum efnum; menn