Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 123
121
undirbúningur liafinn að því að rannsaka volga uppsprettu hér í
sveitinni.
Reykdæla. Íþróttalíf er nokkuð. Stuðla að því ungmennafélög í
öllum sveitum, svo og námsskeið í íþróttaskólamun á Laugum og
árlegt íþróttamót fyrir sýsluna.
Öxarfj. íþróttir eiga erfitt uppdráttar vegna strjálbýlis.
Pistil/j. íþróttaáhugi er enginn.
Vopnafj. íþróttir allmikið iðkaðar, mi sem fyrr af iþróttafélaginu.
Hróarstiingn. íþróttaiðkanir svo að segja engar.
Seijðisfj. Íþróttalíf er hér lítið, en kennt er sund á snmrin, aðal-
lega börnum, í 2 3 mánuði, þegar veður leyfir.
Nordfj. Síðan nýi barnaskólinn kom með sínum leikfimissal, liafa
bæði karlar og konur notað liann til leikfimisiðkana. Einkennilegt
er það, hve margir foreldrar hafa horn í síðu leikfiminnar í barna-
skólanum og vilja fá börn sín undanþegin henni. Henni er kennt uin
allt mögulegt, sem börnin kunna að kvarta um, og krakkarnir renna
á lagið og nota sér þenna ótta, þau, sem ver gengur. Kennarinn
visar til min, svo að á mér lendir að kveða niður drauginn, sem
illa tekst. Knattspyrna er hér talsvert iðkuð á sumrin, en meira mun
það af kappi en lorsjá vantar tilsögn.
Rei/ðarfj. íþróttir ekkert stundaðar.
lierufj. Ungmennafélagið hér á staðnum réði til sín íþróttakennara,
og hal'ði hann námsskeið með ungu fólki í 6 vikur. Leikfimiskennsla
l'er ekki l'ram í barnaskólanum, sem miður fer, og notaði skóla-
nefnd þetta tækifæri til þess að láta börnin njóta mánaðarkennslu
í leikfimi.
Siðu. íþróttir er það, sem vantar hér öðru fremur. Einkum tel
ég það óviðunandi, að börn liafa enga leikfimi í skólunum. Sund-
kennsla hefir farið fram i flestum eða öllum hreppum héraðsins
seinustu árin. Vetraríþróttir eru mjög lítið stundaðar; skíði ekki til,
nema á örfáum bæjum.
Vestmannaeyja. Sundlaug er verið að steypa, sem bita á upp með
kolum. Tekur væntanlega til starfa í vor. Stærð: 20 X 12 m.; tekur
330 smál. af sjó. Knattspyrnufélög eru bér tvö, og starfa þau jafn-
framt að öðrum litiíþróttum. Sundkennsla fer fram á sumrin, en
hún befir farið fram á innri-böfn, og er sá staður að verða ófær
vegna úrgangs og óþverra, sem þangað fer. Unglingar, einkum börn,
læra seint sundtök í köldum sjó. Sundlaugin, sem áður er minnst
á, bætir hér úr skák.
Keflaitíkur. Mikill áhugi að vakna fyrir. sundi, enda kennt sund
í öllum hreppum. Leikfimi vantar tilfinnanlega við suma skólana.
10. Alþýðufræðsla um heilhrigðismál.
Læknar láta þessa getið:
Stykkishólms. Við skólaskoðanir liefi ég brýnt fyrir börnunum nauð-
syn þrifnaðar í hvívetna o. s. frv. í Stykkishólmi starfar unglingaskóli
að vetrinum, og hefi ég vikulega lialdið þar fyrirlestra um heilsufræði.
Dala. Eg flutti síðastliðið sumar erindi á héraðsmóti U. M. S. D.
á Laugpm um áhrif íþrótta á heilbrigði manna.
16