Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 127
125
12. Barnauppeldi.
Læknar láta þessa getið:
Sauðárkróks. Barnauppeldi er mjög ábótavant hér í kauptúninu.
Undir eins og börnin eru komin nokkuð á legg' og' orðin sjálfbjarga,
er þeim sleppt á götuna, efliiiilslítið, eins og skepnum í iiaga. Eng-
inn leikvöllur til annar en gatan, þar sem umferð öli fer fram. Um
liana er ol't íluttur áburður í illa lieldum kerrum og dreitist þá ol't
niður. Bílaumferð er og nokkur, og er mesta furða, hve stórslys af
þessum sökum eru fátíð. Hverjum eyri, sem börnin eignast, verja
þau til sælgætiskaupa. I sælgætisbúðum fást svokallaðar sleikjur.
Börnin sleikja hvert hjá öðru, og oft eru mörg um sömu sleikjuna.
Með þessu er allskonar smitun opnuð greið leið, fyrir utan þá kvilla,
sem beinlínis stafa af sykurnautn. Bera hinar vaxandi tannskemmdir
og tannsjúkdómar þess gleggstan vott.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Meðferð þurfalinga er g'óð og mannúðleg.
Ólafsviknr. Meðferð þurfalinga er, að því er ég bezt veit, allsstaðar
góð í héraðinu.
Stykkishólms. Meðferð þurfalinga getur talizt frekar góð. Mikil
sveitarþyngsli í mörgum hreppum.
Dala. Held, að þurfalingar njóti hér víðast sömu aðbúðar og atlætis
og vinnufólk. I'eir, sem hafa þurfalinga, vilja gjarna halda þeim vegna
meðlagsins.
Hesteyrar. Meðferð þurfalinga góð.
Reykjarfj. Meðferð þeirra, er leita á náðir hreppsins, virðist góð.
Miðfj. Meðferð þurfalinga góð.
Höfðahverfis. Meðferð þurfalinga er góð. Virðist heimtufrekjan
vaxa við betri aðbúð og það svo, að þurfalingur einn kvaðst
alls ekki skyldugur til að borða almennt fæði, eins og gengur og
gerist á góðum sveitabæ, þar sem með sér væri borguð 1 króna
á dag.
Pistilfj. lteynt að sýna þurfalingum nærgætni og láta þá fá vist á
þeim stöðum, er þeir lielzt óska et'tir.
Vopnafj. Meðferð á þurfalingum góð. Aðbúð þeirra hin sama og
hjúa og heimilisfólks yfirleitt, þegar þeir eru rólfærir. Hinum hjúkrað
eftir því sem föng eru á og ástæður l'rekast leyfa.
Síðu. Meðferð þurfalinga er mannúðleg og góð.
Vestmannaeyja. Yfirleitt sæmileg'.
14. Samkomuhús. Kirk,jur. Kjrkjugarðar.
Læknar láta þessa gelið:
Hafnarfj. Samkomuhús og' kirkjur í sæmilega góðu lagi.
Skipaskaga. Samkomuhús kauptúnsins sama og áður; hefir litla
viðgerð fengið á árinu, nema sett voru tvö vatnssalerni uppi á lofti,
annað fyrir konur, liitt fyrir karla.
Olafsvíkur. Samkomuliús í liéraðinu eru í sæmilegu lagi, en kirkjur