Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 102
100
bóta að sleppa við það, sem (liitt er l)urt, auk þess sem það verður
að beinu gagni. Skortir aðeins nokkuð á, að það sé nógu vandlega
hirt.
Vopnafj. I sveitinni var byggt eitt steinsteypuhús með tilstyrk
Byggingar- og landnámssjóðs. í kauptúninu var lokið við eitt lítið
steinlnis.
Hróarstungu. Húsakynni hér í héraði mjög mismunandi. Mjög mikið
at' gömlum og lélegum torfbæjum. Þrifnaður oft eftir því. Þó nokkuð
af sæmilegum húsum, þar á nreðal steinsteypuhúsum með miðstöðv-
arhita.
Seyðisfj. Engin ný íbúðarhús hafa verið byggð í bænum, en víða
gerðar ýmsar endurbætur á húsum og þeim yfirleitt haldið vel við. A
Vestdalseyrinni lét kvenfélagið þar byggja samkomuliús úr steinsteypu,
stærð 10 X 8 m., einlyft með leiksviði. í sjálfum kaupstaðnum er
ekkert samkomuhús, en flestar opinberar samkomur lialdnar í sölum
barnaskólans (leikfimis- og bæjarstjórnarsal).
Norðfj. Mjög lítið byggt á árinu. I Neskaupstað aðeins 2 hús, 1
timburhús lélegt og 1 lítið steinsteypuluis. A einum bæ í Norðfjarðar-
hreppi var bærinn byggður upp, og' kom allgott steinsteypuluís, eftir
því, sem þau gerast í sveitum, í staðinn.
Berufj. A árinu var reist eitt íbúðarhús úr steinsteypu í Alftafirði.
Annars hafa litlar eða engar breytingar á orðið. Þrifnaður er í sæmi-
legu lagi og víða góður. Hér í kauptúninu er fiskúrgángur notaður
bæði til áburðar og sölu, og verður því ekki óþrifnaður að honum.
Það, sem vantar, einkum til sveita, eru salerni.
Síðu. Húsakynni hafa staðið í stað nú tvö síðustu árin; engir haft
ráð á að bæta þau; einn bóndi reisti þó lítið en sæmilegt íbúðarhús
í sumar; liann bjó áður í rakri og fúinni baðstofu, senr þó var ekki
nema 10 ára gömul. Þrifnaður er að batna almennt, en furðu illa
gengur að útrýma lúsinni.
Vestmannaeyja. Á árinu bafa verið reist og' fullgerð 14 íbúðarhús,
8 verzlunar- og geymslubús og 2 fiskhús. Enufremur eru (5 hús
enuþá í smíðum, þar af 4 verzlunarhús og' 2 íbúðarhús. Þrifnaður
fer með ári hverju batnandi, bæði almennt og á einstökum heimilum.
Sundlaug og sjóveita eru vottur um vaxandi þrifnaðarsmekk almenn-
ings. Holræsagerð liefir fleygt fram á árinu. Erfiðast er með vatnið,
ekki vegna þess, að ekki rigni hér nóg, heldur vegna þess, að menn
hafa eigi eins stóra og góða brunna og þyrfti og sía ekki vatnið,
margir liverjir; þó er þetta að færast í þrifnaðarátt. Því miður eru
vatnssalerni og böð ekki komin í barnaskólann ennþá.
Grímsnes. Húsakynnum fer lítið fram. Mér vitanlega hefir ekki
verið byggt neitt íbúðarbús í héraðinu á árinu. Skeiðamenn liafa
byggt mjög vandaðan heimavistarbarnaskóla með viðbyggðu leik-
fimishúsi, sem jafnframt er notað sem samkomuhús hreppsins. Er
hvorttveggja prýðilega vandað og rúmgott.
Keflavikur. Þrifnaður er víðast slæmur á vertíð í sjóþorpunum;
vantar heilbrigðissamþykktir, svo að liægt sé að framfvlgja kröfum
um þrifnað.