Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 128

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 128
Náttúrufræðingurinn 128 hugsun Darwins og Wallace um þróun. Þessar hugmyndir gera ráð fyrir því að lítil samkeppni milli tegunda, sem felur í sér vistfræðileg tækifæri, samhliða mikilli samkeppni innan tegundar sé ein meginforsenda þess að ólík afbrigði þróist út frá einni tegund. Þetta hefur verið stutt með rannsóknum.24,26,28,37 Í Þingvallavatni finnast einungis þrjár tegundir fiska, hornsíli og urriði (Salmo trutta) auk bleikju. Því má ætla að samkeppni milli tegunda um búsvæði og fæðu hafi lengstum verið lítil, einkum þegar borið er saman við ferskvatnskerfi meginlandanna beggja vegna Atlantshafsins, þar sem tegundir fiska eru mun fleiri, til dæmis um 56 í Skandinavíu.38 Aftur á móti má leiða að því líkur að fljótlega eftir að bleikjan haslaði sér völl í Þingvallavatni hafi mikil samkeppni milli einstaklinga og hópa bleikjunnar orðið drifkraftur afbrigðamyndunar. Þetta má hugsan- lega rekja til þess að grunnbotninn býður upp á víðáttumikil hrygningar- og seiðabúsvæði. Hafi þetta átt við strax eftir landnám bleikju í vatninu hefur seiðafjöldinn haft í för með sér harða samkeppni uppvaxandi fisks og full- orðins fisks. Þessi áhrif eru enn greini- leg í murtustofninum. Þar svara stórir seiðaárgangar aukinni samkeppni um fæðu með því að verða kynþroska fyrr og við minni líkamsstærð, en eldri og stærri einstaklingar fara halloka.39,40 Auk harðrar samkeppni um auð- lindir vatnsins koma fjölmargir aðrir vistfræðilegir þættir við sögu. Hugsan- lega hefur skipt máli að í vatninu eru vel aðgreind búsvæði með ríkulegum og nokkuð stöðugum samfélögum hryggleysingja. Þá hefur víðáttumik- ill og margbreytilegur hraunbotn lík- ast til stuðlað að sérstæðri aðlögun kuðunga- og dvergbleikju – snubb- óttu trýni og stuttum neðri kjálka.2 Sams konar búsvæði einkenna ótal lindarvötn á eldvirka beltinu og þar er iðulega að finna smávaxna bleikju með slíkum einkennum.41 Fleira kemur til. Afrán fiska og fugla hefur vafalítið haft mótandi áhrif á afbrigðin, svo sem afrán urriða á murtu, enda eru búsvæði þeirra geró- lík hvað snertir möguleika til að verjast árásum.39,42 Þá hefur ólík sníkjudýra- fána bleikjuafbrigðanna áhrif á afkomu þeirra og hegðun.35,43 Ólífrænir þættir, svo sem vatnshiti, ekki síst innstreymi kalds lindarvatns, hafa einnig þýðingu fyrir bleikjuafbrigðin, til dæmis þegar velja þarf hentug hrygningarsvæði og tryggja fæðuframboð fyrir ungviði sem klekst á miðjum vetri.32,34 SKYLDLEIKI OG UPPRUNI BLEIKJUAFBRIGÐANNA Umtalsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á skyldleika bleikjuaf- brigðanna. Í fyrstu beindust þær að breytileika tveggja ensíma og sýndu að afbrigðin voru náskyld.44 Á síð- ustu tveim áratugum hafa stórstígar framfarir á sviði erfðagreiningar gert okkur kleift að gera mun nákvæmari greiningar á erfðabreytileikanum. Þær sýna hve mikið bleikjuafbrigðin æxl- ast innbyrðis, og hvernig stofnarnir hafa mögulega greinst að. Í ljós hefur komið að kuðungableikja, dvergbleikja og murta blandast lítið.45,46 Þá styðja gögnin tilgátu um að sumar sílableikjur séu upphaflega murtur sem læra að éta hornsíli2 en aðrar séu blendingar slíkra fiska og kuðungableikju.45,47 Við víkjum nánar að þessu síðar í tengslum við æxlunarlíffræði afbrigð- anna. Í öðru lagi er ljóst að afbrigðin í Þingvallavatni eru skyldari hvert öðru en svipuðum afbrigðum í öðrum vötnum.46,48 Þetta sýnir að afbrigðin eiga sér sameiginlegan uppruna í fiskum sem hafa sest að í vatninu í lok síðasta jökulskeiðs og einangrast þar þegar ófiskgengir fossar mynduðust í Soginu. Rannsóknir benda eindregið til þess að bleikjan sem haslaði sér völl á Íslandi þegar ísaldarjökullinn hopaði hafi verið sjóbleikja sem lifði ísöldina af á ákveðnum svæðum Evrópumegin hafsins.49,50 Það er í samræmi við niður- stöður margra annarra rannsókna, hér heima og erlendis, á tilurð samsvæða afbrigða bleikju og annarra ferskvatns- fiska.51,52 Af öllu þessu má álykta að bleikjuafbrigðin hafi aðskilist í vatninu á síðustu 10 þúsund árum eða svo, og að sú þróun tengist mjög þeim vistfræði- legu aðstæðum sem þar eru. Þetta er mjög mikilvægt, því að sú staðreynd að bleikjuafbrigði hafa þróast hratt, og í samræmi við aðstæður í hverju vatni fyrir sig, gefur ómetanlegt tækifæri til að rannsaka hlut vistfræðilegra þátta í þróun bleikjuafbrigðanna. ÞRÓUNARFERLI AFBRIGÐAMYNDUNAR YTRI DRIFKRAFTAR Þróunarvistfræði snýst um að greina áhrif hins vistfræðilega umhverfis á þróun fjölbreytni53 en hin síðari ár hefur komið í ljós að slík þróun getur verið mun hraðari en áður var talið.54 Áhrif vistfræðilegra þátta á þróun afbrigða, tegunda og fjölbreytni lífvera geta verið með tvennum hætti. Annars vegar hafa vistfræðileg öfl áhrif á afkomu og æxl- unarmöguleika, og stuðlað þannig að vali svipgerða milli kynslóða og haft áhrif á þróun svipfarsbreytileika innan stofna og milli stofna. Þetta gerist aðeins ef svipfar erfist milli kynslóða, vegna beinna tengsla við breytileika erfðaefn- isins (DNA), vegna erfðaþátta sem hafa áhrif á virkni þess eða vegna upplýs- inga sem miðlað er milli kynslóða með öðrum hætti, svo sem með hormónum í forða eggja eða beinum áhrifum for- eldra á afkvæmi sem hafa áhrif á svip- gerð þeirra. Síðarnefndu atriðin njóta sívaxandi athygli.55,56 Hins vegar hafa umhverfisþættir, svo sem hiti og fæða, mótandi áhrif á þroska svipgerða; útlit, vöxt, atferli o.fl.. Slíkur mótanleiki (einnig nefnt sveigjanleiki) svipfars/ svipgerða (e. phenotypic plasticity) er nú talinn mikilvægur þáttur við þróun fjölbreytni, myndun afbrigða og nýrra tegunda.57,58 Þessir tveir þættir, náttúru- legt val og mótanleiki, spila saman. Svip- farsbreytileiki innan stofna er forsenda þess að náttúrulegt val geti átt sér stað. Það þarf að vera eitthvað að velja úr. Ef hluti þess breytileika stafar af mótan- leika innan kynslóða getur hann haft áhrif á þróunarferlið.24,57,59 Mótanleiki er lífverunni oftar en ekki „hagstæður“, og getur aukið lífslíkur hennar og æxl- unargetu.60 o.v. Það gæti bent til þess að þau frumulíffræðilegu kerfi sem mótan- leikinn byggist á séu aðlaganir byggðar á undangenginni þróun, enda er hann breytilegur innan tegundar og milli tegunda.61 o.v. Á hinn bóginn getur mót- anleiki einnig haft öfug áhrif og dregið úr mikilvægum hæfnisþáttum.62 Lítum nánar á samband vistfræð- legra þátta og náttúrulegs vals við þróun bleikjuafbrigðanna. Ólík svip- gerð afbrigðanna virðist vissulega endurspegla umhverfi þeirra, búsvæði og fæðuval, svo sem rennilegt útlit murtu og sílableikju, og undirmynntir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.