Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 16
Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna
Lofislagabreytingar af mannavöldum eru hnattrænt málefni og samvinna þjóða forsenda þess
að takast á við vandann. Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar varð
til árið 1992 og voru aðildarríki orðin 194 í byrjun árs 2005 (UNFCCC heimasíða, skoðuð
12.1 2005). Markmið samningsins er að stöðva uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í
andrúmslofti af mannavöldum áður en sú uppsöfhun veldur hættulegum breytingum á
loftslagi jarðar. Ríki sem eiga aðild að samningnum hafa m.a. skuldbundið sig að halda
bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda innan sinna landamæra og skila reglulega inn
skýrslum um framkvæmd samningsins. Samningurinn felur ekki í sér bindandi skuldbindingar
um takmörkun á losun. Til að styrkja samninginn var því talið nauðsynlegt að semja um að
ríki tæku á sig bindandi skuldbindingar varðandi takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda
og þyrftu þessar skuldbindingar að fela í sér tímasett og tölusett markmið. Fljótlega hófúst því
samræður um bókun við samninginn.
Kyotobókunin
Afúrð þessara viðræðna var Kyotóbókunin, sem skrifað var undir árið 1997. Bókunin
takmarkar heimildir 38 iðnríkja til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið (ríki
listuð í viðauka B við bókunina). í heildina er þessum ríkjum gert að draga úr losun um 5,2%
á fyrsta skuldbindingartímabilinu (2008-2012) miðað við heildarlosun árið 1990. Vegna þess
hversu aðstæður eru fjölbreytilegar í þeim ríkjum sem að bókuninni standa er mismunandi
hversu mikið hveiju ríki er gert að draga úr losun og í nokkrum tilfellum mega ríki jafúvel
auka losun um einhver prósentustig. Til að standa við skuldbindingar sínar geta ríki gripið til
aðgerða sem miða að því að draga úr losun, t.d. frá iðnaði, heimilum, samgöngum og fleiri
geimm en einnig er heimilt að draga úr styrk kolefúis í andrúmslofti með því að binda
kolefúið í gróðri. Jafúframt er að finna í bókuninni svokölluð sveigjanleikaákvæði (flexible
mechanism) sem gera ríkjum kleift að leita hagkvæmustu leiða til að draga úr losun.
Sveigjanleikaákvæðin em þijú: sameiginlegar framkvæmdir, hrein framleiðslutækni og
alþjóðleg viðskipti með kvóta. Tvö þau fyrmefndu fela í sér að ríki í viðauka B, eða lögaðilar
innan ríkja, geta fjárfest í verkefúum í öðmm ríkjum og aukið þar með losunarheimildir sínar
heima fyrir.
Kyotóbókunin er afar umfangsmikill samningur og margt sem þar kemur fram sem var
samþykkt með fyrirvara um að þörf væri á nánari útfærslu. Þetta átti m.a. við
sveigjanleikaákvæðin og einnig ýmislegt varðandi kolefúisbindingu. Á 7. fúndi aðildarríkja
Rammasamningsins sem haldinn var í Marrakesh árið 2001, náðist samkomulag um nánari
útfærslu á mörgum þessara atriða. Hér verður sérstaklega vikið að ýmsum þeim þáttum sem
snúa að reglum Kyotóbókunarinnar og Marrakesh samkomulagsins um kolefnisbindingu.
Grein 3.3. í Kyotóbókuninni kveður á um að auk losunar gróðurhúsalofttegunda eigi einnig að
fýlgjast með breytingum á bindingu kolefúis í skóglendi sem eiga sér stað eftir árið 1990
vegna beinna áhrifa frá mannlegum athöfúum. Á þetta við bæði um nýræktun skóga,
endurrækt skóga og skógareyðingu. Jafnframt er kveðið á um að kannað verði í framhaldinu
hvaða aðrar leiðir til að binda kolefni verði samþykktar innan bókunarinnar. í Marrakesh
náðist samkomulag um að fjórar leiðir mætti nota til viðbótar við skógrækt. Þær eru
eftirfarandi: stjómun skóglendis, stjómun akurlendis, beitarstjómun og landgræðsla. Fyrir
ísland er síðastnefúda leiðin sérstaklega mikilvæg, enda beittu íslenskir samningamenn sér
fyrir því að sú leið væri viðurkennd. Aðildarríki þurfa að velja hvaða leiðir þau hyggjast nota
til að hjálpa til við að uppfylla skuldbindingar sínar og er sú ákvörðun bindandi fyrir öll árin
fimm á fyrsta skuldbindingartímabilinu.
14