Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 112
Kýr
Ekki var verulegur munur á fjósgerð milli flokka. Þó má ætla að hlutfall básafjósa sé
heldur lægra í athuguninni en gengur og gerist, þar sem búin í úrtakinu voru heldur
stærri en meðaltalið og líklegt að þar sér hærra hlutfall af nýjum og breyttum fjósum,
sem eru eingöngu í hinum flokkunum tveimur. Nánari útlistun er á 8. mynd.
Fjósgerð
□ Lág bú
■ Há bú
Básafjós
Básafjós með mjaltabás
Lausagöngufjós
8. mynd. Hlutfall fjósgerða.
Nokkur munur var milli flokka á fóðmn kúnna, hámarks kjamfóðurgjöf var 7,2
kg/dag á lágu búunum en 8,3 kg/dag á þeim hærri. Lausleg athugun á afurðastigi
bendir til þess að um 300 kg munur sé á meðalafurðum árskúa milli þessara flokka,
5500 kg á þeim hærri og 5200 kg á þeim búum þar sem vanhöldin em minni. Ekki var
merkjanlegur munur á heyfóðmn, lang flestir (80-85%) sögðust gefa snemmslegið og
miðlungs þurrt hey. Sama má segja um beitina, kúm var að jafnaði beitt á nýleg og
gömul tún jöfhum höndum. Nokkur munur var þó á grænfóðurbeit, 14% lágu búanna
nýttu sér slíkt en tæpur fjórðungur háu búanna.
Kvígur og kýr komnar að burði
A búum með minni vanhöld fengu kvígur að jafnaði ívið lengri aðlögunartíma með
kúnum, á tveimur þriðju þeirra búa vom kvígur settar saman við kýmar meira en
mánuði fyrir burðinn, samanborið við rúman helming á háu búunum. A lágu búunum
vom kvígur oft hafðar á beit með kúnum sumarið fyrir burðinn en eins og ffam hefur
komið er frekar stefnt að haustbæmm á lægri búunum.
Allir bændur utan einn í hvomm flokki gáfu kjamfóður fýrir burðinn, lítils háttar
munur var þó á magni milli flokka. A búunum með lægri vanhöld vom kvígur að
jafnaði komnar í 1,6 kg/dag (0,5-2,5) kjamfóðurs við burðinn en 1,9 (0-4) kg/dag á
háu búunum. Ef bú með mjög mikil vanhöld (>25%) em skoðuð sérstaklega má sjá að
110