Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 42
Matvælaframleiðsla íslensks landbúnaðar krefst nú minna landrýmis en áður og æ
stærri landssvæði Hggja utan daglegrar umsjár bænda. Þótt gríðarlegar breytingar hafi
orðið í sveitum mótar búskapur þó enn stór svæði landsins. Fyrir daga tæknivæðingar
landbúnaðarins höfðu rekstrarform hans og auðlindanotkun verið lítt breytt um aldir.
Og enn breytist landbúnaðurinn. Búum fækkar og þau, sem eftir eru, stækka. Þar sem
sveitir voru áður settar neti fjölskyldubúa með marghliða nýtingu auðlinda landsins
eru nú víða aðeins eftir bú á stangli. Fjölgreina búin eru viða með öllu horfin og efitir
standa sérhæfð bú og býli, sum með sáralítil ræktunartengsl við nánasta umhverfi sitt.
Þróunin hefur sín áhrif á svip og yfirbragð sveitanna.
Úthaganýting er mjög að breytast. Með minnkandi sauðfjárbeit styrkist gróður á
viðkvæmari svæðum en á öðmm stöðum vaða kröftugar plöntur uppi í agaleysi, t.d.
lúpína, hvönn og mjaðurt og breyta einnig ásýnd landsins. Gömul og blómum skotin
fjölgresistún víkja fyrir gróðunudda og sinuflákum ellegar fátegundaræktun sem er
kall hagkvæmni í búrekstri. Oþarfi ætti að vera að nefna löndin, já, jafnvel heilu
birkiskógana sem verða að sumarbústaðasvæðum, svo og uppistöðulónum ellegar
rásum undir samgöngumannvirki og orkuflutningslínur. Breyttur kjötmarkaður hefur
gerbreytt nýtingu landsins. Úthaganýting með beit hefúr dregist saman á kostnað
búverksmiðja sem margar hveijar hafa hverfandi tengsl við staðbundnar auðlindir
landsins.
Þarfirnar breytast
Með skírskotun til áðumefndrar þrepaskiptingar þarfanna í píramíta Maslows (Boeree
2004) má segja að samfélagið - sem heild - hafi síðustu árin verið að þokast frá
frumþörfum til flóknari og ofar settra þarfa. Það er eðlileg afleiðing batnandi efnahags
og vaxandi velmegunar þjóðar. Matur og klæði tilheyra að sönnu ffumþörfum
óumbreytanlega en vega minna að tiltölu en áður. Framleiðslukerfi landbúnaðarins og
opinber afskipti af því taka hins vegar enn að mestu leyti mið af þeim, sbr.
beingreiðslur vegna ffamleiðslu mjólkur og kindakjöts. Alkunnar umræður í
samfélaginu sýna að ekki vilja allir kaupa þessar vömr af íslenskum landbúnaði með
skattpeningum sínum. Þeir kunna að meta meira aðrar þarfir - að vilja kaupa aðra
vöru/þjónustu af landbúnaðinum - á gmndvelli þarfa sem t.d. tengjast eigin lífssýn
(sjálfinu) og upplifun (sjálfstjáningu), og standa ofar í forgangsröð þarfa þeirra. Á
þessum gmndvelli verða m.a. til hópar sem ekki láta sig mjólk eða kjöt varða sem
tiltekið magn vöm af lágmarksgæðum heldur og jafhvel enn ffekar hvar, hvemig og
við hvaða aðstæður varan er ffamleidd og meðhöndluð (sjá m.a. Halweil 2004). í
landbúnaðarstefnu og -samningum vestrænna ríkja, t.d. EB-landa1, og í
alþjóðasamningum, er í vaxandi mæli, sem kunnugt er, leitast við að beina fjármagni
ffá einhæfum stuðningi við ffamleiðslu búlkvöm umffam þarfir til (nýrra)
viðfangsefna sem spum er talin vera eftir (Myrdal 2002, Sigurgeir Þorgeirsson ofl.
2004).
Á næstu ámm felast möguleikar íslensks landbúnaðar í því að lesa í fjölbreyttar þarfir
samfélagsins og einstakra hópa þess og koma til móts við þær. En þær verða
landbúnaðinum þó til lítils nema þeir sömu hópar séu tilbúnir að greiða fyrir þær,
hvort heldur er með beinum hætti á einstaklingsgrandvelli eða samfélagslegum hætti,
þótt einnig komi til greina að varan/þjónustan sé látin af hendi sem hliðarafurð
annarrar ffamleiðslu. Dæmi upp á það gæti verið beingreiðslur til
40
J