Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 45
En tilveran er ekki auðveld, því með búvöruframleiðslu næstu framtíðar þarf
landbúnaðurinn að mæta tvenns konar þörfum:
• þörf fyrir sérhæfða og staðlaða ffamleiðslu í harðri verðsamkeppni
• þörf fyrir sérstæða ffamleiðslu - sérstæða/sjálfbæra framleiðsluhætti/viðhald
hins líffræðilega fjölbreytileika ... þar með talið tillit til menningarlandslags
og annarra menningarþátta.
Miklar líkur eru á að þessar þarfir móti landbúnaðarstefnu næstu ára og framkvæmd
hennar, eins og raunar má finna dæmi um þegar í dag. Virkasta áhald stjómvalda í
ffamkvæmd landbúnaðarstefnu er fjármagn og ráðstöfun þess. Opinberum fjármunum
er fremur einfalt að koma til skila með beingreiðslum, t.d. tengdum framleiðslumagni.
Rétt er þó að benda á að sakir kostnaðarsamsetningar tæknivæddra búgreina fara þær í
reynd ekki til launagreiðslna bændafólks fyrr en aðföng hafa verið greidd.
Verði hins vegar kosið að beina hluta opinberra fjármuna til hinna „nýju” afurða
búanna/býlanna er mikilvægt að tryggja „hittni” fjárins, þ.e. að það komi fýrir
skilgreinda afurð og til þeirra er hana láta af hendi. Kvakkestad og Vatn (2003) gerðu
athyglisverða samanburðarrannsókn á þessu efni við norskar aðstæður, og gætu
niðurstöður hermar sýnilega orðið að gagni hérlendis. Norska ríkisstjómin hefur
einmitt markað sérstaka stefnu varðandi umsköpun landbúnaðarins í ljósi breyttra
þarfa undir heitinu Landbruk Pluss, en um hana má nánar fræðast á sérstakri
heimasíðu6.
Menningarlandslag
í umræðunni um nýjar afurðir landbúnaðarins krælir víða á viðfangsefninu
menningarlandslag, bæði sem verðmæti einu og sér, en líka sem undirstöðu annarrar
verðmætasköpunar. Þetta tengist því að ásýnd lands hefur í alþjóðlegri umræðu verið
gefinn vaxandi gaumur síðari árin7, m.a. í tengslum við náttúmvemd (Þóra Ellen
Þórhallsdóttir 2001, NMR 2003). Landslag og ásýnd lands fela í sér náttúmfar annars
vegar og menningarþætti hins vegar. Hugtakið menningarlandslag tengt landbúnaði
kom hvað fýrst fram í innlendri umræðu fyrir liðugum áratug (Auður Sveinsdóttir
1992). í norrænu samhengi virðist menningarlandslag íslenskra byggða um sumt
sérstætt þótt margar séu rætumar sameiginlegar (Bjami Guðmundsson 2000). Nýleg
skýrsla norrænnar starfsnefndar um búskaparlandið sem auðlind kynnir verðmætan
ffóðleik og tillögur um viðfangsefnið (NMR 2004a).
Landbúnaður er einn stærsti landnotandi samfélagsins og hlýtur því að móta landslag í
miklum mæli með byggingum sínum, ræktun og öðmm athöfnum. Landslagið felur í
sér náttúmfar annars vegar og menningarþætti hins vegar. Stig náttúmfars og
menningar leikur á kvarða ffá ósnertu landi til þrautræktaðs lands. Menningarlandslag
er allt það landslag sem mótað er af manninum. Hugtakið skirskotar til þess að
menning sé...„þroski mannlegra eiginleika mannsins...verkleg kunnátta... sameigin-
legur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) ”... (Mörður Ámason 2002).
Menningarminjar og minjasvæði ná ekki aðeins til hinna sýnilegu landamerkja, heldur
einnig til sviða sem geyma landnýtingarhefðir, sögulega atburði og trú kynslóðanna,
og má líklega telja sumt af því séreinkenni hins íslenska menningarlandslags. Það
43