Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 158
Þurrkun, þó án háhita (>70°C), hentar hvers konar nýtingu komsins en votverkun
einungis fóðurkomi.
Vatnsmagnið, sem er í bygginu við skurðinn, ræður miklu um árangur verkunarinnar
og kostnað við hana. Eigi votverkun, einkum náttúmleg súrsun, að takast ásættanlega
má vatnsmagn byggsins ekki vera meira en 40%. Ella er hætta á of mikilli súrmyndun
og efnatapi (sjá m.a. Knstján Eymundsson 1999). Vatnsmagnið, sem þurrka þarf úr
bygginu, má reikna út með eftirfarandi líkingu:
V = (Rst/(100 - Rst) - 0,176) 0,85
þar sem Rst er rakastig byggsins (%), en V vatnsmagnið, sem þurrka þarf úr því, í kg
á kg af byggi með 15% rakastigi. Algengt er að rakastig byggs við skurð hérlendis sé
25-35%, með efri mörk við 40-45%, og þau neðri við 15-20%, sem er hins vegar mjög
algengt rakastig koms við skurð í nágrannalöndum (Strand 1984).
Vinna við verkun, frágang og síðan fóðmn á votkomi er háð annmörkum vegna
vatnsmagnsins sem í kominu er (200-300 kg á hvert tonn af geymsluþurru komi -
með 15% rakastigi), sem og kröfunnar um vandaðan frágang, eigi verkun að takast
vel. Gerlegt er að vélvæða aðferðina mun betur en almennt hefur verið gert, og tengja
hana tækni við fóðmn, t.d. heilfóðmn, sem nú ryður sér til rúms í fjósum hérlendis.
Mikilvægt er þá að þessi vélvæðing sé samhæfð afköstum þreskivélarinnar, og valin
þannig að annast geti umtalsvert magn koms á hveiju hausti. Benda má t.d. á
vélvædda völsun, sýmblöndun og síðan súrsun, ýmist í flatgryfju ellegar rúlluböggum
sem þekkt er í nágrannalöndum (m.a. Kelvin Cave - 1. heimasíða).
í nýkomnu áliti starfshóps um eflingu komræktar (Hákon Sigurgrímsson ofl. 2004) er
m.a. vísað til útreikninga Hagþjónustu landbúnaðarins (1998, og 2. vefsíða) er sýna að
ffamleiðsluverð votverkaðs byggs tilbúnu til gjafa, fært að verðlagi ársins 2004, var
21,7 kr./kg, en á þurrkuðu byggi við sömu forsendur 27,4 kr./kg. Að áliti starfshópsins
...„vantar um 6 kr/kg uppá að íslenskt þurrkað bygg sé að fullu samkeppnisfœrt við
innflutt bygg á markaði ”... Ætla má að þurrkunarkostnaður byggs hjá bændum liggi á
bilinu 5-8 kr./kg og kostnaður við súrsun með própíonsým sé um 2 kr./kg (85% þe.).
Glíma við framleiðslukostnað kornsins
Verð koms við gjafir ræðst af tvennu: einstökum kostnaðarliðum ffamleiðslunnar, að
teknu tilliti til hugsanlegs utanaðkomandi fjárstuðnings annars vegar, og nýtanlegu
kommagni hins vegar:
Kostnaðarliðir: Sáðkom og áburður em nær fastar stærðir, sé miðað við akurflöt en
jarðvinnsla ræðst mjög af því hversu nýtist vinnuafl og ekki síður vélakostur til
ræktunar- og uppskemstarfa. Stefna verður að samnýtingu véla og verktöku í enn
meira mæli en gert hefur verið. Spamaður í þessum lið upp á 10-15% sýnist
náanlegur.
Nýtanlegt kornmagn: Veður ræður akri, segir þar - í tvennum skilningi. Þótt við um
tíma höfum búið við árgæsku kennir reynslan okkur að árasveiflum verður að reikna
með. Æ betra erfðaefni ffá jurtakynbótamönnum eykur uppskem og ræktunaröryggi,
og sýnilega er mikið að vinna í baráttunni við haustveðrin, með yrkjavali, skjólrækt
og hugsanlega breyttum uppskemaðferðum (Oðinn Gíslason 2003).
í verkun komsins skilur á milli aðferða þurrkunar og votverkunar. Hérlendis munum
við alltaf búa við þann annmarka, samanborið við nálæg lönd, að vatnsmagnið í
156