Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 250
buðu upp á hvalaskoðunarferðir árið 2004 og um 70.000 manns fóru í slíkar ferðir 2003,
sem er 60 % aukning frá árinu 2000-2003. (“Málefiii: Hvalaskoðun á íslandi árið 2000”
www. ferdamalarad. is)
Slíkar ferðir taka á milli 2-7 tíma og lofa flest fyrirtækin með rúmu 90% öryggi að
ferðamenn muni sjá hval. Flest þessara fyrirtækja bjóða einnig fram eyja- og
fuglaskoðunarferðir eins og Eyjasiglingar í Skagafirði eða um eyjamar við Stykkishólm.
Jafhvel eru hreinar skemmtiferðir í boði, t.d á Faxaflóa, með miklum veitingum og
tónlist.
Kajaksiglingar njóta stöðugt meiri vinsælda. Hér á landi em aðallega notaðir
straumvatns- og sjókajakar og em 9 kajakleigur á landinu. Helstu langferðasvæðin em
Breiðafjörður, Vestfirðir, Fjörður og Austfirðir, en ný og spennandi svæði koma inn á
hveiju ári. Talsvert er um námskeiðahald á vegum kajakfélaganna víða um landið. En þó
verður að segjast að Island er ekki beint kjörið kajakland, einkum þegar talað er um
sjókajak, þar sem veður og sjóstraumar em mjög breytilegir.
Talandi um ævintýraferðir þá er river rafting, sem ýmist er kallað fljóta-, straum- eða
flúðasiglingar eflaust með mest spennandi afþreyingu á Islandi í dag, enda þarf að takast
á við nýjar og spennandi aðstæður í bland við stórbrotna náttúm.
Samkvæmt könnun Ferðamálaráðs frá 2002 sækja rúm 3% allra erlendra ferðamanna í
flúðasiglingar en það em þó ekki síður íslendingar sem nýta sér þessa afþreyingu,
skólahópar, vinahópar og jafnvel heilu fjölskyldurnar.
En rafting er ekki bara fyrir “spennufíkla” heldur getur það verið fyrir hvem sem er, þar
sem á flestum stöðum er boðið upp á ferðir af mismunandi erfiðleikastigum. Siglt er í
stómm gúmmíbátum og ef farið er í erfiðari ár fylgja 1-2 öryggismenn með á kajak.
Saga flúðasiglinga er ekki mjög löng hér á landi. Stofhandi Ævintýraferða í Skagafirði
hóf að gera tilraunir með flúðasiglingar árið 1992 og árið 1994 var boðið upp á fyrstu
ferðimar fyrir almenning.
Má segja að enn í dag sé Skagafjörður eitt af helstu fljótasiglingasvæðum landsins og en
boðið er upp á ferðh um Austari- og Vestari Jökulsá. Þar af leiðandi hafa fljótasiglingar
mikið aðdráttaafl fyrir Skagafjörð. Fátt er um Islendinga sem leiðsögumenn í þessari
grein, en flest fyrirtækin em með menn ffá Nepal, Noregi og Austurríki sem hafa öðlast
ýmis réttindi í fljótasiglingum í sínu heimalandi og búa þar að auki yfir mikilli reynslu.
Öryggisþættir í þessum ferðum verða að vera eflir hæstu gæðakröfum, þar sem lítið má
fara úrskeiðis til þess að mannslíf sé i hættu.
Eins og staðan er í dag, þá er ekki hægt að sækja kennslu í þessu fagi hér á landi, en er
stefhan að vinna í þeim málum. Til gamans má geta að þessir erlendu rafitingmenn (eða
rafitar eins og þeir em stundum kallaðir í Skagafirði), sem hafa siglt viða um heim telja,
að flottasta á sem þeir hafa siglt á sé Austari- Jökulsá og býður hún upp á náttúmupplifun
á heimsmælikvarða. Hvað varðar nýtingu þessara áa, þá em að rekast á tvennskonar
hagsmunir, sem em fljótasiglingar annarsvegar og virkjanir hinsvegar. Þetta enn eitt
dæmi, þar sem stjómvöld verða að taka ákvörðun um hvaða ímynd við viljum skapa fyrir
landið okkar útávið.
248