Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 27
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Kolefnisbinding og endurreisn landkosta
Andrés Amalds og Anna María Ágústsdóttir
Landgrœðslu ríkisins
Við ljóstillífun breytist koltvísýringur andrúmsloftsins (CO2) í lífræn efni sem geymd
em í gróðri og jarðvegi. Slík kolefnisbinding með landgræðslu, skógrækt og fleiri
leiðum sem auka kolefni í vistkerfum og samdráttur CO2 mengunar em því tvær
mismunandi leiðir að sama markmiði, þ.e. að koma í veg fyrir óæskilegar breytingar á
loftslagi jarðar af manna völdum.
Hér á landi er brýnt að binda mikið kolefni, þ.e. bæta landkosti, vegna þeirrar miklu
gróður- og jarðvegseyðingar sem orðið hefur í aldanna rás. Margt þarf hins vegar að
gera ef íslensk stjómvöld ætla sér að nýta til fulls möguleika kolefnisbindingar sér til
tekna í bókhaldi sínu vegna losunar gróðurhúsalofittegunda.
Kolefni - auðlind á villigötum
í ræðu sem Tony Blair flutti á aðildarþingi loftslagssamningins í Buenos Aires 2003
sagði hann að það þyrfti að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 60% til ársins
2050 ef það ætti að takast að koma í veg frekari röskun á loftslagi jarðar. Á sama tíma
er gert ráð fyrir að orkuþörf jarðarbúa tvöfaldast, en styrkur gróðurhúsalofttegunda í
andrúmsloftinu er nú þegar of hár.
Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu, einkum vegna bmna jarðefnaeldsneytis og
landhnignunar, er ein meginástæða hugsanlegra loftslagsbreytinga af manna völdum
með um 2/3 af gróðurhúsaáhrifunum. Losun kolefnis út í andrúmsloftið frá bmna
jarðefnaeldsneytis nam um 6 milljörðum tonna árið 1990. Þrátt fyrir markmið um
samdrátt var þessi tala komin í 6,5 árið 2001 (IEEE, 2005). Margfaldað með
stuðlinum 3,6667 samsvarar þetta kolefni tæpum 24 milljörðum tonna af CO2.
Aðgerðir til að draga úr magni koltvísýrings í andrúmslofti miða að því m.a. að hafa
áhrif á flæði C02 milli lofthjúps og lífrænna efha. Aukin binding kolefnis í gróðri og
jarðvegi er því ein af þeim mörgu leiðum sem em mikilvægar til að ná markmiðum
um vemdun loftslags.
Bundið í lífræn efni er kolefnið undirstaða meira en 95% af fæðuöflun jarðarbúa auk
fjölþættrar þjónustu vistkerfa sem mannkynið getur ekki verið án. Það má því líta á
hluta af hinu aukna magni CO2 í andrúmslofti sem auðlind á villigötum, sem hægt er
að skila til baka með landgræðslu, skógrækt og öðmm aðgerðum sem auka ljóstillífun.
Slík verkelhi veita aukið svigrúm til að takast á við vandann vegna losunar
gróðurhúsalofttegunda og hafa auk þess fjöþætt gildi fýrir framtíð mannkyns.
Kolefnisbinding eykur jarðvegsgæði og fijósemi lands, vatnsmiðlun, síun og niðurbrot
mengunarefna. Hún dregur einnig úr hættu á jarðvegsrofi og losun
gróðurhúsalofttegunda vegna landhnignunar, sem veldur um 1/3 af heildamppsöfnun
þeirra.
25