Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 261
hvort sem um er að ræða þjónustu sem tengist reiðmönnum, hestinum sjálíum, sögu
hans, ímynd, afurðum eða þætti hans í menningar- og atvinnusögu þjóðarinnar
(Ingibjörg Sigurðardóttir, 2004, bls. 6)
Margt bendir þó til að þegar rætt er um hestatengda ferðaþjónustu í daglegu tali, sé
allajafna átt við starfsemi hestaleiga og hestaferðafyrirtækja, enda eru þeir þættir
umfangsmiklir hér á landi. Sem dæmi um aðra þætti hestatengdrar ferðaþjónustu hér
á landi má nefna hestaferðir Islendinga á eigin vegum, göngur og réttir, sölu
minjagripa, keppnir og mótahald, lifandi sýningar af ýmsum toga og aðrar sýningar og
söfn.
Umfang hestaferðamennsku
Erfítt er að áætla fjárhagslegt umfang hestatengdrar ferðaþjónustu í landinu. Jafnvel
að áætla tekjur af lengri og skemmri hestaferðum er erfítt vegna skorts á hagtölum og
lítillar skráningar á mikilvægum stærðum. Samkvæmt heimildum ffá ríkisskattstjóra
hafa kannanir á svartri atvinnustarfsemi bent til að undanskot í ferðaþjónustu nemi um
30% af heildarveltu (Indriði H. Þorláksson, 2003). Ekkert skal þó fullyrt um umfang
undanskota í hestaferðamennsku en telja má líklegt að það sé nokkurt.
Arið 2004 vom 75 hestaleigur og hestaferðafýrirtæki skráð hjá Ferðamálaráði. Ekki
er vitað með vissu hver fjöldi gesta er yfir árið, né heldur hver heildarvelta slíkra
fyrirtækja er. Með því að athuga fjölda erlendra gesta sem fóm á hestbak á Islandi
árið 2002 miðað við kannanir Ferðamálaráðs, meðal farþega sem fóm um
Keflavíkurflugvöll, má áætla að heildarfjöldi erlendra gesta sem fóm á hestbak á
íslandi það ár hafi verið um 42.000. Hér er ekki gert ráð fýrir þeim fjölda ferðamanna
sem koma til landsins með Norðrænu, né heldur þeim fjölda innlendra ferðamanna
nýta sér þjónustu hestaleiga og hestaferðafyrirtækja. Hvort umræddir ferðamenn fóm
í lengri eða skemmri ferðir er ekki vitað, né heldur hversu mikið þeir greiddu fyrir
þjónustuna en margt bendir til að heildarvelta sé töluverð (Ferðamálaráð A og B,
2003 og Ingibjörg Sigurðardóttir, 2004, bls. 15-16).
Aðrir þættir hestaferðamennsku em einnig viðamiklir og má þar m.a. nefna Landsmót
hestamanna sem haldið er á tveggja ára fresti. Aukning í fjölda gesta milli ára hefur
verið stöðug. Árið 2002 vom um 9000 gestir á landsmóti sem haldið var á
Vindheimamelum í Skagafirði. Talið er að erlendir gestir hafi verið um 2 - 3000 en
velta mótsins var tæplega 70 milljónir (Láms Dagur Pálsson, 2003, bls. 10). Árið
2004 var haldið landsmót að Hellu á Rangárvöllum en gestafjöldi þar var 11.500. Þar
af var fjöldi erlendra gesta áætlaður tæplega 3.500 (Láms Dagur Pálsson, munnleg
heimild 13. janúar 2005).
Rannsóknir og þróun
Fram til þessa hefur lítið verið um rannsóknar- og þróunarstarf í hestatengdri
ferðaþjónustu, enda aðeins rúm 30 ár síðan farið var að stunda hestaferðaþjónustu hér
á landi í nútíma skilningi. Vel má þó færa fýrir því rök að hestatengd ferðaþjónusta
hafi hafist mun fyrr hér á landi.
Undanfarin þijú ár hefur Ferðamáladeild Hólaskóla í samstarfi við Hestamiðstöð
íslands og Samtök ferðaþjónustunnar unnið að rannsóknar- og þróunarverkefni um
gæði í hestatengdri ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að
auka þekkingu og menntun starfsfólks og rekstraraðila og hins vegar að rannsaka
259