Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 34
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda
Jón Guðmundsson, iong@,rala.is: iong@lbhi.is
Hlynur Óskarsson, hlvnur@,rala.is: hlvnur@lbhi.is
Landbúnaðarháskóla Islands Keldnaholti.
Landbúnaður, líkt og önnur starfsemi í samfélaginu, veldur losun gróðurhúsalofttegunda
vegna samgangna, brennslu eldsneytis á búunum og með óbeinum hætti í framleiðslu
þeirra hluta sem landbúnaðurinn notar (t.d. ffamleiðslu vélbúnaðar). Fyrir utan þessi
almennu áhrif hefur landbúnaður margvíslega sérstöðu hvað losun gróðurhúsalofttegunda
varðar og verður hér gerð nánari grein fyrir þeirri sérstöðu.
í skýrslum þeirra þjóða, þar með talið íslendinga, sem undirritað hafa ramma-samning
Sameinuðu Þjóðanna um vemdun andrúmsloftsins (FCCC), er þeirri starfssemi sem
veldur losun gróðurhúsalofttegunda skipt upp í sex undirflokka (Tafla 1).
Uppruni losunar
Losun vegna brennslu eldsneytis
Losun vegna iðnaðarferla
Losun vegna efnanotkunar
Losun vegna landbúnaðar
Losun vegna landnýtingar og breytinga á landnotkun
Losun vegna sorps.
Samtals
Uppgefin losun 2002
[Gg (109 g) C02 jafngildi.)
1915,49
492,80
0
503,40
-162,53
269,48
3018,64
Tafla 1 Skipting losunar gróðurhúsalofttegunda árið 2002 eftir uppruna losunar (Ministry of the
Environment 2004)
Landbúnaður hefur tengsl við alla þessa flokka en ber ábyrgð á tveimur af sex þessara
flokka að öllu eða mestu leyti, þ.e. flokkunum: Losun vegna landbunaðar og Losun
vegna landnýtingar og breytingar á landnýtingu.
Myndun og losun gróðurhúsalofttegunda.
Þær lofttegundir sem eru helstu valdar gróðurhúsaáhrifanna eru koltvísýringur (CO2),
metan (CH4) og hláturgas (N2O). I grundvallaratriðum tengist myndun og losun þessara
lofttegunda niðurbroti á lífrænu efni og myndun þeirra er hluti af hringrás kolefnis og
niturs í náttúmnni. Myndun CO2 úr ólíffænu effii á sér einnig stað, til að mynda úr kalki
við sementsffamleiðslu, eða þegar kalk er notað til að afsýra jarðveg.
Koltvísýringur myndast annarsvegar við líffænt niðurbrot á kolefhissamböndum, þ.e.
öndun og hinsvegar við bmna. Öndun fer ffam í hvatberunum heilkjömunga og í
örvemm. Ef öndunin er ófullkomin, eins og til dæmis á sér stað þegar ekki er nægjanlegt
ffamboð á súrefni, myndast oft metan. Metan (CH4) myndast einungis við slíkar
32
J