Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 41
þrepaskiptingu þarfanna (Boeree 2004), til einföldunar skýrð með eftirfarandi
forgangsröðun raðað í píramíta, ffá sameiginlegum frumþörfum allra, er grunninn
mynda, til æðstu þarfa á toppi hans:
• líkamlegar þarfír
• öryggi og vemd
• félagslegar þarfir
• þarfir sjálfsins
• sjálfstjáning
Þarfimar breytast eftir ýmsum ytri og innri skilyrðum, sem ekki verður farið nánar í
hér, né heldur aðrar kenningar sem settar hafa verið fram um þær.
íslenskur landbúnaður 1 aldanna rás
Landbúnaður er framleiðsla verðmæta. Haldbær verður framleiðslan því aðeins að hún
eigi sér markað: eftirspum er byggist á einhverri þörf sem leitast er við að uppfylla.
Með mikilli einföldun má skipta íslenskum landbúnaði á sögulegum tíma í þijú skeið:
o Hin frumstæða samfélag - ffamleiðsla einkum til daglegra nauðþurfta
innan ársins .... 9.-19. öld
o Landbúnaður sem mætir þörf vaxandi markaða í verkaskiptu
samfélagi.... 20. öld
o Landbúnaður á krossgötum .... upphaf 21. aldar
Með tilkomu ríkisvalds sem lýðræðislegs afls samfélagsins á efstu ámm 19. aldar
hófst samræmt átak til eflingar landbúnaðinum með það að markmiði að mæta
ffumþörfum þjóðarinnar - þörfum fýrir mat og klæði, sem brýnastar höfðu verið svo
lengi sem menn mundu. Eftir hætti ríkti sátt um ffamleiðslumarkmið landbúnaðarins
og Alþingi lagði honum til fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna svo hann gæti
mætt þörfunum hvað snerti bæði ffamleiðslumagn og -hraða, enda talið að þær væru
sameiginlegar öllum þorra landsmanna (Þorkell Jóhannesson 1965). Hvatningin hreif
svo sem til var ætlast og gott betur. Framleiðsla varð umffam brýnustu þarfir og úfar
tóku að rísa með mönnum vegna ráðstöfunar opinberra fjármuna í þessu skyni.
Misræmi skapaðist á milli ffamboðs og þarfa (Magnús S. Magnússon 1993).
Framvindan varð ekki séríslenskt fýrirbæri heldur hefur hún um árabil einkennt hinn
vestræna heim. í rökræðum um landbúnað hans hefur spumingin um fjárhagslegan
stuðning samfélagsins við hann verið miðlæg. Að hætti markaðarins spyija
skattgreiðendur hvað þeir fá fýrir peninginn, og mundi þá kreppa landbúnaðarins
liggja í því að stóram hópum samfélagsins þykir sem þeir greiði fyrir nokkuð sem þeir
ekki fá - að þörföm þeirra sé ekki fullnægt. Um þetta og skyld efhi hefur Myrdal
(2001) m.a. Qallað rækilega.
Staða landbúnaðarins
Landbúnaðurinn býr við vaxandi samkeppni, markaðsmisræmis og breytt álit ýmissa
samfélagshópa. Athygli beinist að umhverfisáhrifum hans í víðum skilningi, allt ffá
efoamengun, dýravelferð og til félagslegra áhrifa í byggðum. Landbúnaðarstefha
flestra þróaðra þjóða miðar þó að sjálfbærum búskap þar sem hagkvæm,
umhverfisþekk, dýravæn og arðgæf ffamleiðsla skal höfð að leiðarljósi.
39