Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 202
sem skógur ætti þó að hafa verið. Líklegasta skýringin á þessu er sú að Þórður var biskup
í Skálholti og Skálholt átti ítök í Húsafellsskógi. Þórður hefúr því þekkt til skógarins. En
ekki er þó síður líklegt að hin stæðilegu tré séu teiknuð inn á svæðinu vegna þess að þar
var sérstaklega mikill og stæðilegur skógur. Nokkrum áratugum seinna eru Ami
Magnússon og Páll Vídalín (sjá 1925 og 1927) á ferð og skrá niður lýsingar á gróðurfari á
bæjunum í Hálsasveit og Hvítársíðu. Þeir skrá sérstaklega skóg “merkilega góðan” á
Stóra-Ási. í Hraunsási er skógurinn sagður “nærri þrotinn” af raftaviði en “til kolagjörðar
og eldiviðar er hann enn nú nægur”. Á Húsafelli er “skógur til raftaviðar, kolagjörðar og
eldiviðar nægur” og sömu sögu er að segja um Kalmanstungu. Þegar kemur inn í Krók er
skógur til eldiviðar bjarglegur í Fljótstungu, á Kolsstöðum, svo og á Gilsbakka og
Bjamastöðum. Virðist útbreiðsla skógarins hafa því verið mjög svipuð í byijun 18. aldar
og í dag og skóglausar jarðir inni á milli skógaijarða þá eins og í dag, ss. Þorvaldsstaðir
og Hallkelsstaðir. Sama gildir um lýsingar á rifhrísi. Rifhrís er nefnt af þeim Áma og
Páli á allmörgum bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit og er fjalldrapa enn að finna í
einhveijum mæli á þessum bæjum.
Nokkuð góðar lýsingar eru til um afdrif skógarins á Húsafelli á 18. öld og þegar kemur
ffam á 19. öld. Skálholtsbiskupar sóttu mjög í að nýta skógarítök sín á Húsafelli og
barðist Snorri prestur Bjömsson (1710-1803) mjög á móti. Um miðbik 18. aldarinnar,
þegar Snorri tekur við Húsafelli, nær skógurinn upp hlíðar Bæjarfellsins og þar er
skógurinn stærstur og gróskumestur, tré all að 12 álna há (um 6 m) (Eggert Ólafsson og
Bjami Pálsson 1753). Þegar komið er ffam á 19 öld er skógurinn fallinn í Bæjarfellinu,
talinn hafa fallið eftir móðuharðindin og geitabeit kennt um (Þorsteinn Þorsteinsson
1988). Skógurinn hefúr ekki enn náð fótfestu á nýjan leik í Bæjarfellinu þrátt fýrir að
Húsafellsskógurinn hafi tekið vel við sér síðustu áratugi (Bjöm Þorsteinsson og Anna
Guðrún Þórhallsdóttir 2003).
Rannsóknastofúun landbúnaðarins kortlagði gróðurfarið í Hvítársíðu og Hálsasveit á 7.
áratug 20. aldar. Á kortunum er skráð hlutdeild gróðurþekjunnar við gróðurlendin. Á
mörgum bæjum í Hvítársíðu er skráð um og innan við 2/3 gróðurhlutdeild í hlíðunum
fyrir ofan bæina. Á þetta td. við um bæina Hvamm og Haukagil sem standa saman við
miðbik Hvítársíðu. í Hvammi er nær allt gróðurlendi í hlíðinni fyrir ofan bæinn skráð
innan við 2/3 gróið, og mjög stór hluti innan við 1/3 gróið. Á Haukagili er mjög svipað
upp á teningnum, þó virðist heldur meira gróið á Haukagili á þessum tíma en í Hvammi.
Við mat á gróðurhulu þessara tveggja jarðanna 2001 kom í ljós að Hvammur er mun
betur gróinn en gróðurkortið ffá 7. áratugnum gefur til kynna og aðrar gróðurbreytingar
virðast líka hafa átt sér stað. Töluvert af því svæði sem er skráð sem E2 - þursaskegg og
smárunnar á gróðurkortinu myndi í dag vera flokkað sem Hi - graslendi og/eða H3 -
graslendi með smárunnum. Á Haukagili, aftur á móti, sjást ekki miklar breytingar ffá því
að gróðurkortið var gert fýrir um 30 árum. Á Sigmundastöðum, hinum megin við Hvítá er
neðsti hluti landsins að mestu mýrlendi, þursaskeggsmóar á blettum ofar í landinu.
Þurrlendið er talið algróið eða meira en 2/3 grónir neðst á jörðinni þegar gróðurkortið var
gert. I dag myndi þetta þurrlendi tæpast flokkast gróið að 2/3 eða meira, réttara væri 1/3
gróið eða þaðan af minna.
200