Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 85
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Sumarexem í íslenskum hrossum
Erfðir og umhverfl
Sigríður Bjömsdóttir
Dýralæknir hrossasjúkdóma, Embætíi yfirdýralæknis
Inngangur
Sumarexem er langvinnur, árstíðarbundinn ofnæmissjúkdómur sem þekktur er í
hrossum víða um heim. Helstu einkenni eru kláði, þykknun á húð, hárlausir
húðflekkir, skrámur, hrúður, og sár og er algengast að þau komi fram í faxrót og
taglrót en einnig á kviði og á höfði. Ef ekkert er að gert versna einkennin ár ffá ári og
valda auknum óþægindum og sársauka. I verstu tilfellunum verða hrossin ónothæf til
reiðar og sum þarf að aflífa.
Ofnæmisviðbrögðin einkennast af framleiðslu á IgE mótefnum, losun histamíns og
fleiri bólguþáttum. Helsti ofhæmisvaldurinn em talin vera prótín sem berst í hross úr
biti mýflugna af ættkvíslinni Culicoides spp. (Halldórsdóttir and Larsen 1989, Fadok
and Greiner 1990). Þessi ættkvísl mýflugna lifir ekki hér á landi og er sjúkdómurinn
ekki þekktur hér. Sumarexem er hinsvegar algengur sjúkdómur í íslenskum hrossum
sem flutt hafa verið utan og hefur hættan á sjúkdómnum dregið úr áhuga erlendra
hestamanna á að kaupa hross frá íslandi.
Faraldsfræði
í faraldsfræðilegri rannsókn sem gerð var á íslenskum hrossum í Noregi kom ffam að
tíðni sjúkdómsins var að meðaltali 17,6 %. Tíðnin var mun hærri hjá hrossum
fæddum á íslandi (26,7 %) en þeim sem fædd vom í Noregi (8,2 %) (Halldórsdóttir
and Larsen 1991). Sambærilegar tölur um tíðni sjúkdómsins (26,2 % og 6,7 %) komu
ffam í sænskri rannsókn (Broström and Larsson 1987). Báðar þessar rannsóknir
byggðu á spumingalistum sem sendir vom til eigenda íslenskra hesta.
Við klíníska skoðun á 330 hrossum sem fædd vom á Islandi en flutt til Þýskalands,
Danmerkur og Svíþjóðar, reyndust 114 eða 34,5% þeirra vera með sumarexem
(Sigríður Bjömsdóttir, Jakobína Sigvaldadóttir og Agúst Sigurðsson 2001). Breytilegt
var hversu langur tími hafði liðið ffá útflutningi þar til sjúkdómseinkenni komu ffam,
eða frá hluta úr sumri og upp í 8 ár. Að meðaltali var tíminn 2,4 ár. Nokkrir þættir
reyndust með marktækum hætti tengdir sumarexemi. Þeir vom fjöldi ára ffá
útflutningi, landsvæði, rækmn beitilands, raki á beitilandi, vindur á beitilandi og vatn í
nágrenni beitilands. Síðasttöldu þættimir em í raun allir mælikvarði á sama
orsakaþáttinn, þ.e. búsvæði mýflugunnar. Ef aðeins var litið til hrossa sem höfðu verið
lengur en tvö ár í nýjum heimkynnum (213 hross) var tíðni sumarexems 49,5% og
meðal þeirra sem auk þess lifðu á svæðum þar sem mikið er af flugunni fór tíðnin upp
í 54%. Ekki var sýnt ffam á arfgengi sjúkdómsins.
Til samanburðar var tíðni sjúkdómsins athuguð í íslenskum hrossum sem vom fædd í
Þýskalandi. Hrossaræktendur á 11 búgörðum, þar af 8 í Norður-Þýskalandi og 3 í
Suður-Þýskalandi vom heimsóttir og spurðir um afdrif allra hrossa af íslensku kyni
sem fæddust á búgörðunum á árabilinu 1990 - 2000. Af 873 hrossum hafði 41 hross
eða 4,7 % fengið sumarexem (Lena Johanna Reiher 2004). Upplýsingar um 222 hross
náðu þó aðeins ffam að þeim tíma að þau vom seld. Ef sá hópur var ekki talinn með,
reyndist tíðnin vera 6,3 %. Flest hrossanna vom á svæðum sem teljast áhættusvæði
83