Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 212
krefst frelsis til að rannsaka hvemig hlutimir gerast jafnt í tímaröð sem og hvemig þeir
raðast í rýminu, þar sem hver breytingin rekur aðra. Ólikir stílar hafa áhrif á mismunandi
tímum og móta þannig útlit svæðisins, eins og oft sést í gömlum miðborgum.
í rannsókn sinni á Alnwick (fyrst útgefin 1960 og endurútgefm endurbætt 1969)
skoðaði Conzen samspil staðhátta og þróunarferils skipulagsins, ásamt fleiri atriðum.
Hann hélt áfram að þróa aðferðafræðina í rannsóknum sínum á miðborg Newcastle
(1962) og Ludlow (1966, 1975, 1988). Aðferðaffæðin byggðist á lestri
skipulagsuppdrátta, korta, notkun sögulegra heimilda og jafhffamt var mikil áhersla lögð
á vettvangsrannsóknir. Niðurstöðumar setti Conzen ifam með nákvæmri kortlagningu og
rituðum skilgreiningum
Þetta er sérlega áhugaverð nálgun og veitir upplýsingar um sögulega þróun
byggðarinnar í tíma og rúmi. Þannig má rekja tilurð byggðarinnar allt ffá hugmynd að
veruleika. Eins kemur skýrt ffam hvemig byggðin þróast og hvað hefur áhrif á vöxt
hennar. Þá varpar þetta ljósi á útþenslu byggðarinnar og hvað hefúr valdið henni.
Einnig má sjá hvemig gæði landsvæðanna breytast, allt ffá því að vera óbyggileg og yfir í
það að verða effirsótt byggingarland, samfara tækniframfomm. Fjallað er um hvemig
fyrirbæri eins og til dæmis lækir (sem nú renna í stokk neðanjarðar) hafa hamlað útþenslu
byggðarinnar og þannig markað afgerandi spor í borgarlandslagið.
Byggðin vex en yfirleitt gerist það ekki jafnt og þétt, heldur í stökkum. Vöxturinn
byggist á hagvexti og þeim hömlum sem hvila á landinu við jaðar byggðarinnar, þar á
með töldum náttúmfarslegum. Þannig getur borgin vaxið í eina átt (t.d. ef þar er
eftirsóknarvert byggingarland). Eftir því sem byggðin þenst út, verða eftir göt og óbyggð
svæði, sem þó geta breyst með tíð og tíma.
Gögn og aðferðir
Til að varpa ljósi á þróun borgarinnar og greina hvemig þættir sem á einum tíma
hömluðu þróun byggðarinnar hafa verið sigraðir og þeir felldir inn í borgarlandslagið, var
ákveðið að nota landffæðileg upplýsingarkerfi.
Landffæðileg upplýsingakerfi bjóða upp á það að leggja kortablöð hvert ofan á
annað og skoða samband ólíkra þátta eins og þeir væm settir ffam á einu korti. Einnig
gerir það kleift að greina upplýsingar af kortum og vista þær sem þekjur sem síðan má
yfirfæra yfir á önnur kort. Öll landffæðileg gögn era sett með landviðmið í sömu
vörpuninni (ISN93) og sett inn í landffæðilega upplýsingakerfið ArcMap GIS (Esri,
Redlands, CA).
Fyrst var rannsóknarsvæðið afmarkað og til þess vom notuð gmnngögn úr
gagnabanka landffæðilegs upplýsingakerfis Reykjavíkur [LUKR]. Lega
rannsóknarsvæðisins er sýnd á korti 1 með (feitletraðri) svartri línu. Útlínur
rannsóknarsvæðisins fylgja núverandi lögsögumörkum, nema að austanverðu þar sem
línan er dregin utan núverandi byggðar (sýnt með brotalínu). Að austanverðu nær
rannsóknarsvæðið að veginum til Rauðavatns. Þaðan fylgja útlínumar beinni línu að
Hafravatni, og áfram að Úlfarsfelli og loks að Korpúlfsstaðaá þar sem hún fellur aftur að
lögsögumörkunum. I dag á Reykjavíkurborg land mun lengra austur og norður af
byggðinni. í rauninni fylgir línan strandlínunni, þó svo að á kortinu sé línan ekki dregin á
210