Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 30
gróðurhúsalofttegunda og breytingar á kolefnisforða eftir landflokkum, landnotkun,
jarðvegsgerð og veðurfari, svo tekið sé mið af þeim flokkum sem fylgja
bókhaldstöflum vegna Kyoto bókunarinnar.
Skráning uppgrœóslusvœða
Landgræðslan hefur á undanfömum ámm unnið að því að koma upp gagnagrunni til
að halda utan um hin fjölmörgu uppgræðsluverkefni sem stofnunin vinnur að ýmist á
eigin vegum eða í samstarfi við aðra. í gagnagrunninn em komnar upplýsingar um
landgræðslugirðingar og landgræðsluverkefni bæði á vegum stofnunarinnar og
samstarfsaðila. Búið er að tengja stóran hluta slíkra verkefna allt ffá árinu 2000 við
landfræðilega staðsetningu, en verið er að vinna upp gögn frá fyrri ámm.
Rannsóknir á bindistuðlum
Eldfjallajarðvegur getur bundið mikið kolefni miðað við aðrar jarðvegsgerðir og
algengt er að hann innihaldi 30 til 80 grömm af C í hveiju kílói í A og B sniðum
jarðvegs (Olafur Amalds og John Kimble 2001). Samkvæmt sömu heimild er hins
vegar minna en 3 grömm kolefnis í kílói jarðvegs á auðnum landsins. Binding
kolefhis á illa fömu landi getur því orðið mikil og jafnframt varanleg sé landnýtingu
vel stjómað.
Samkvæmt rannsóknum Ásu Aradóttur o.fl. (2000) nam árleg kolefnisbinding í gróðri
á tíu mismunandi uppgræðslusvæðum að meðaltali 0,01 til 0,5 tonn C á hektara.
Svæðin einkenndust af mikilli Jjölbreytni í gróðurskilyrðum, uppgræðsluaðferðum og
aldri verkefna. Ólafur Amalds o.fl. (2000) greindu ffá kolefnisbindingu í jarðvegi og
bám saman við jarðveg utan uppgræðslusvæða á sömu slóðum. Að meðaltali nam
kolefhisbindingin 0,6 tonnum kolefnis á hektara og niðurstöðumar bentu til að slík
binding gæti haldið áffam í a.m.k. 50 ár. Samkvæmt rannsóknum Ólafs Amalds o.fl.
(2002) nam samanlögð binding í jarðvegi og gróðri vegna uppgræðslu að meðaltali
1,2 t C ha-1 á ári, en nær helmingi meira fýrir landgræðsluskógrækt á rýru landi.
Þessar rannsóknir vom gerðar við fjölbreyttar aðstæður, m.a. á svæðum þar sem erfið
barátta hafði verið háð við stöðvun sandfoks. Niðurstöður benda til þess að bindihraði
sé mismunandi eftir landsvæðum og eftir uppgræðsluaðferðum, og er brýn þörf á
ffekari rannsóknum til styrkja þekkingu á kolefnisbindingu uppgræðslusvæða. Á
gmnni þessara o.fl. gagna hefur þó meðalbindistuðullinn 2,75 t C02 ha-1 verið
notaður í skilum til IPCC vegna Kyoto bókhaldsins, en 1 tonn C er ígildi 3,6667 tonna
af C02.
Kolefnisbinding með landgræðslu
Landgræðsluverkefhi hér á landi em afar fjölþætt, með mörg markmið og þáttur
bænda og annarra þjóðfélagshópa í þeim fer sívaxandi. Um helmingur
uppgræðslustarfsins er unnin af þeim 600 bændum sem em skráðir í
samstarfsverkefhið Bændur græða landið. Stór hluti er unninn í öðmm
samstarfsverkefnum með bændum og sveitarfélögum og af verktökum úr hópi bænda.
Stór hluti verkefnanna tengir saman markmið um stöðvun jarðvegsrofs, uppgræðslu
og gróðurvemd, slík verkefni em yfirleitt samofin.
28
J