Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Page 265
Fræðaþing landbúnaðarms 2005
Ferðaþjónusta bænda - Ný tækifæri
Marteinn Njálsson
Félag ferðaþjónustubœnda
í þessu erindi mun ég fjalla um ferðaþjónustu til sveita á íslandi, tækifæri þessarar
búgreinar, þróun síðustu ára og framtíðarhorfur.
Formáli
Ferðaþjónusta hefur verið stunduð til sveita á íslandi ffá örófi alda og undanfama áratugi
hefur þessi atvinnugrein haft mikil hagræn áhrif á margar byggðir landsins og sumstaðar verið
aðalvaxtarbroddurinn þar sem atvinnutækifæmm hefur fækkað. Á sjöunda og áttunda áratug
síðustu aldar fór ferðaþjónusta á Islandi að þróast, útlendingar sýndu landinu meir og meir
áhuga og flugfélög og ferðaskrifstofur tóku að markaðssetja náttúm og sögu landsins á faglegan
hátt. Bændur sem vom tilbúnir að selja gestum þjónustu tóku þátt í þessari þróun og fengu
hvatningu og metnað til að bæta sína aðstöðu. Þama vom sóknarfæri og tækifæri sem ráku á
fjörur bænda og það sáu þeir sem kynntu sér málin. Búnaðarþing ályktaði árið 1971 að miklir
möguleikar væm fólgnir í sölu ferðaþjónustu hjá bændum og mikilvægt að efla samtakamátt
ferðaþjónustubænda og leggja áherslu á afþreyingu.
Síðan er liðinn þriðjungur úr öld og má segja að sömu sannindi eigi við í dag og þá.
Félag ferðaþjónustubænda var stofhað árið 1980 með það markmið að vinna að hagsmunagæslu
og þróa söluleiðir á ferðaþjónustu íslenskra bænda. Árið 1990 stofhuðu ferðaþjónustubændur
ferðaskrifstofu Ferðaþjónustu bænda hf. og upp úr 2000 tókst á gott samstarfvið Hólaskóla sem
þá hafði stofnað ferðamáladeild sem vinnur að kennslu og rannsóknum á ferðaþjónustu í
dreifbýli. í dag em félagar innan Félags ferðaþjónustubænda um 135 og um 35% af gistirými á
Islandi utan höfuðborgarsvæðisins er innan félagsins.
Líkt og í upphafi er enn unnið samkvæmt gömlu hugmyndafræðinni, samvinna
heildarinnar, sterk og greinileg ímynd, og að gæði og gestrisni væm aðalsmerki
ferðaþjónustubænda. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem er í hvað mestum vexti í heiminum
og síðasta áratuginn lagði ferðaþjónusta á íslandi til meira en helming alls hagvaxtar á Islandi ef
talað er um gistiþjónustu, veitingahúsarekstur, samgöngur og aðrar afleiddar greinar.
Ferðaþjónustubændur hafa átt dijúgan hluta af þessum vexti. Sölu- og markaðsmálin hafa
gengið vel og ferðaþjónustubændur hafa tekið upp afgerandi stefhu í umhverfísmálum og sett
sér markmið í anda sjálfbærrar þróunar.
Að þekkja og nýta sérstöðuna
Tækifærin liggja oft í því að þekkja og nýta sína sérstöðu. Ferðaþjónustubændur hafa þá
sérstöðu umfram marga aðra ferðaþjónustuaðila á íslandi að þeir geta boðið aðgang að landi.
Bændur sem landeigendur og umráðamenn lands hafa hingað til mestmegnis stundað
búvöruframleiðslu eða hlunnindanýtingu en ný skilgreining á landbúnaði felur einnig í sér
sérhveija hagnýtingu á landi sem tengist menningu, sögu, afþreyingu og þjónustu. Þar liggja
263