Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 94
fyrsta lagi kljáðust hryssumar minna og voru minna árásargjamar en hross í
sambærilegum hópum (hvað varðar stærð og aldurssamsetningu) frá Skáney og Hólum og
í öðm lagi myndaðist ekki skýr virðingarröð í hópnum. Þær hryssur sem vom
árásagjamastar vom meira nálægt stóðhestinum sem bendir til að keppni hafi verið um að
vera nálægt honum. Stóðhesturinn var mjög virkur í að smala hryssunum en hann virtist
lítil bein samskipti hafa af hryssunum önnur en það sem snéri að æxlun (hann stöðvaði
samskipti 5 sinnum og kljáðist bara einu sinni).
Lokaorð
Samanburður á hegðun hrossa í ýmis konar hópum á Islandi og annarra kynja, bæði
taminna og villtra hesta sýnir að íslensk hross em mjög félagslynd - þau halla sér mest að
eigin kyni, einstaklingum á svipuðum aldri, hestum af sama bæ og hugsanlega skyldum
hrossum. Líklega skiptir það miklu fýrir þau að alast upp í stómm stóðum og það gefur
það þeim aukið frelsi að velja sér vini að hafa ekki stóðhesta nálægt sér. Eldri hrossin em
ráðandi í hópunum og geldingar virðast oftar ráða yfir jafngömlum hryssum en öfugt. Það
eykur bæði árásargimi og jákvæð samskipti að breyta samsetningu hópa. Það getur því
verið varasamt að stokka mikið upp í hópum og ljóst að eigendur þurfa að huga vel að því
að þau hross sem em neðarlega i virðingaröðinni þjáist ekki.
Þakkir
Kærar þakkir til allra samstarfsmanna: Machteld van Dierendonck, Ingimar Sveinsson,
Hrefha Berglind Ingólfsdóttir, Kate Sawford, Harold Vandemoortele, Sandra Grönquist,
Sigurður Snorrason, Þórey Ingimundard. Snorri Sigurðsson, Caroline Kamps, Marilyn
Jankevicius og Bjarki Eldon. Kennaraháskóli íslands greiddi laun og veitti styrki,
Landbúnaðarháskóli Islands veitti aðstöðu og greiddi laun, Hólaskóli veitti aðstöðu,
Vísindasjóður styrkti rannsóknimar á Skáney og stuðningur Bimu, Bjama og Hauks á
Skáney er ómetanlegur. Jóhann Magnússon aðstoðaði á Bessastöðum og Þóreyjamúpi.
Heimildir
Anna Gudrun Thorhallsdottir, Gudni Agustsson, and Johann Magnusson . 2002. Grazing Behaviour of the
Icelandic Horse. Dorothy Russell Havemeyer Foundation Workshop Horse Behavior and Welfare 13-16
June 2002. Vefslóð 1: http://www2.vet.upenn.edu/labs/eQuinebehavior/hvnwkshp/hv02/hv02prog.htm
Berger, J., 1986. The wild horses of the Great Basin. - In: Berger, J. (ed.) Wilde life Behaviour and
Ecology. University of Chicago Press.
Bjöm Steinbjömsson, Hörður Kristjánsson, Klung, E.og Merkt, H., 2001 Mökun og frjósemi íslenska
hestakynsins. Eiðfaxi 2001.
Gísli B. Bjömsson og Hjalti Jón Sveinsson , 2004. Islenski hesturinn. Mál og menning. Reykjavík.
Guðni Agústsson, 1993. Hrossabeit. Beitaratferli, gróðurlenda- og plöntuval. Bændaskólinn á Hvanneyri.
Aðalritgerð við búvísindadeild. 28 bls.
Hallgrímur Sveinn Sveinsson, 1997. Atferli stóðhesta. Bændaskólinn á Hvanneyri. Aðalritgerð við
búvísindadeild. 39 bls.
Hrefiia Berglind Ingólfsdóttir, 2004. Atferli íslenska hestsins að vetrarlagi. MS ritgerð. Háskóli Islands. 62
bls.
92
J