Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 215
baki þessarar miklu útþenslu, en hér verða nefndar tvær helstu ástæðumar. Fyrirhugað
var að borgin byggðist upp af stakstæðum húsum með stórum görðum og þá var
framtíðarskipulagið ekki fullmótað.
Ef litið er á svæðið sem þegar var byggt 1887 sést að Amarhólstúnið stendur enn
að mestu autt og það sama á við um túnin á Landakotshæðinni. Lækurinn er kominn i
stokk og ekki hægt að greina nein ummerki um hann af yfirborði jarðar. Norðurmýrin
hefur byggst upp að mestu leyti, þó stendur Klambratún autt, en þar stóð lengi svínabú.
Samfelld byggð nær upp að Kringlumýri. í Vatnsmýrinni er búið að reisa flugvallarsvæði
með þremur flugbrautum. Flugvöllurinn tekur yfir mjög stórt landsvæði, sem flokkað var
sem mýrlendi á kortinu frá 1887. Það var áður nýtt til mótekju og beitar.
Þá hefur byggðin teygt anga sína til austurs, en þar hefur hún vaxið upp
Laugarásinn meðfram sjónum, allt austur að Elliðaám. Líkleg skýring á þessari þróun er
sú að þama er stutt niður á fast og auðvelt að reisa byggð. Þá var auðvelt að leggja
holræsi, stutt í sjóinn, góður halli og ekki nauðsynlegt að hafa dælur. Loks má nefna að
búið var að reisa Kleppsspítala, nokkuð fyrir utan byggðina sem þá var. Sú bygging
kallaði á tilheyrandi tenginu við línur og lagnir byggðarinnar og þvi varð auðveldara að
tengja aðrar byggingar sem risu nálægt spítalanum inn á tæknikerfi byggðarinnar. Þá er
eins og byggðin vaxi til baka eftir Bústaðaholti, niður Bústaðaháls og myndi þannig hring
utan um Laugardalssvæðið. Holræsin lágu beint í sjó fram við Elliðaárvoga.
Holræsakerfið gefa því tóninn fyrir þróun byggðarinnar á þessu svæði. í Laugardalnum
er sýnd túnrækt, beitilönd og mýrlendi. Áberandi er að hringurinn lokast þó ekki alveg.
Landskika var lengi vel haldið eftir undir fyrirhugaða byggingu nýs miðbæjar
Reykjavíkur, en staðsetning hans hafði ekki verið ákveðin. Tekin vom frá svæði fyrir
hann á nokkmm stöðum í langan tíma, svo sem i Kringlumýri, Múla og að hluta í
Háaleitishverfi (Trausti Valsson 1986).
í suðaustuijaðri byggðarinnar em smábýlin áberandi, en þau vom flest stofhuð
fyrir 1932 (Páll Líndal 1991). Um 1920 var Sogamýrin þurrkuð upp og henni breytt í tún
til að efla kúabúskap í útjaðri byggðarinnar. Ástæðan var mikill mjólkurskortur sem varð
í Reykjavík á stríðsámnum fyrri. Smábúskapur var mörgum lífsbjörg í Reykjavík, en
með setuliðsvinnunni á ámm siðari heimsstyijaldarinnar breyttist lífsmynstrið í borginni.
Búskapurinn beið lægri hlut fyrir hemum sem bauð betri kjör (Þómnn Valdimarsdóttir,
1986). Það leiddi til þess að mörgum jörðunum var þá skipt upp í ræktunarlönd sem látin
vom í erfðafestu.
Þannig má greina bein jafht sem óbein áhrif hersins á byggðina. Athyglisvert er
að ekki em sýnd nein braggahverfi á kortinu, þó svo að heimildir séu fyrir því að setuliðið
hafi reist nokkur stór braggahverfi í útjörðum byggðarinnar. Loks má í suð-austur homi
kortsins sjá vísi að óreglulegum byggðaklasa, Blesugróf, en á fimmta áratugnum hófst þar
einskonar landnám, án afskipta yfirvalda.
213