Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 262
væntingar og viðhorf gesta og rekstraraðila í greininni. Haldin hafa verið námskeið
auk þess sem unnið er að gerð ffæðslurits fyrir hestaleigur og hestaferðafyrirtæki þar
sem farið er yfír þætti í rekstrarumhverfi slíkra fyrirtækja, öryggismál, þjónustugæði
og fleira. Nánari upplýsingar um útgáfu og innhald ritsins, ásamt ýtarlegum
upplýsingum um verkefnið Gæði í hestatengdri ferðaþjónustu, er að finna á vef
Hólaskóla www.holar.is/hestaferd
Niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal gesta eru væntanlegar en áhugaverðar
niðurstöður hafa fengist úr rannsóknum á viðhorfum rekstraraðila í greininni. Verður
hér lítillega gerð grein fyrir þeim.
Starfstími og umfang rekstrar í hestaleigum og hestaferðafyrirtækjum
Ljóst er að þau fýrirtæki sem aðeins bjóða upp á lengri hestaferðir, halda ekki úti
starfsemi yfir vetrartímann. Rúm 50% fýrirtækja á markaði eru rekin á heils árs
gmndvelli en aðeins um 37% svarenda hafa fulla heilsársatvinnu af rekstri hestaleiga.
Algengast er að fólk starfi við búskap eða tamningar samhliða rekstri hestaleigu eða
hestaferða. Um 16% svarenda starfa við kennslu og önnur 16% við aðra
ferðaþjónustu en aðeins 5% vinna önnur störf en hér hafa verið talin. Meiri hluti
svarenda telur að ferðamannatímabilið hafi verið að lengjast undanfarin ár.
Stærð og umfang fýrirtækja er mjög misjafht hvað varðar hestafjölda, starfsfólk og
fjölda gesta. Nokkur fýrirtæki eru með mjög umfangsmikinn rekstur en allmörg em
ffemur smá, með fá hross og fáa starfsmenn. Að meðaltali em fýrirtækin með tæpa 6
starfsmenn að sumrinu en rúmlega 2 að vetrinum.
Framboð þjónustu
Framboð þjónustu hjá fýrirtækjum sem þátt tóku í könnuninni var mjög misjafht.
Sum fýrirtæki bjóða aðeins upp á lengri hestaferðir, önnur bjóða aðeins styttri reiðtúra
en sum bjóða upp á mislangar ferðir, allt frá teymingu undir bömum upp í 8 - 10 daga
ferðir. Um 24% fýrirtækja bjóða upp á stutta hestaleigutúra, 20% bjóða upp á hálfs
dags ferðir, um 15% bjóða dagsferðir. Um 15% bjóða 2-7 daga ferðir en aðeins um
6% bjóða upp á 8 - 10 daga ferðir.
Mörg fýrirtæki bjóða upp á aðra þjónustu, ýmist fýrir almenning eða eingöngu fýrir
sína gesti í hestaferðum. Algengast er að boðið sé upp á gistingu, veitingar og að
sækja gesti og keyra á flugvöll. Önnur þjónusta er nokkuð fjölbreytt og má þar m.a.
nefna bamagæslu, gönguferðir, reiðkennslu, leiðsögn á fjömr, sölu veiðileyfa,
hestasýningar, hellaskoðun, línudanskennslu, fuglaskoðun, sumarbúðir fýrir böm,
handverkssölu, kynningu á skepnum og búskap og bókun á flugi og gistingu. Um
68% svarenda töldu að styttri ferðir væm arðbærari en langar ferðir en það fer
vafalaust nokkuð efhir aðstæðum hjá hveiju fýrirtæki.
Gestir og markhópar
Misjafht er hvort gestir koma á eigin vegum til hestaleiga og hestaferðafýrirtækja eða
hvort þeir koma í gegnum ferðaskrifstofur. Margt bendir til að fjöldi gesta sem kemur
í gegnum ferðaskrifstofur sé hlutfallslega meiri hjá fýrirtækjum sem bjóða lengri
ferðir en hjá þeim sem bjóða styttri túra.
260