Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 254
í menningu þjóða. Fleiri en Bandaríkjamenn hafa stundað útflutning á matarmenningu,
öðrum þjóðum heims hefur tekist svo um munar að koma sinni matarmenningu á
heimskortið og má þar nefna ítölsku pizzumar og pastað, spænsku tapas réttina, indverska
matargerðarlist og svo mætti lengi telja.
Þó þessari þróim til hnattvæðingar hafi verið vel tekið víðast hvar, hefur hún einnig ýtt
undir ótta manna við einsleitni og einskonar flatneskju í matarlandslagi þjóða.
Athyglisvert er að þó þessi hnattvæðing matvælamenningar ýti undir einsleitni þá ýtir hún
einnig undir sérstöðu svæða og staða og tekur á sig staðbundið form (Karl Benediktsson
2000). Meginstefha í markaðsetningu MacDonalds felist í því að fólk geti borðað sama
matinn hvar sem er í heiminum. Þrátt fýrir það er Big Mac mismunandi eftir löndum þó
hann megi teljast alþjóðlegur réttur og fáist einungis á MacDonalds veitingastöðum.
Hráefhið í hamborgarann er mismunandi eftir því hvar hann er búin til og matvælatækni
og smekkur heimamanna setur meðvitað eða ómeðvitað svip sinn á matreiðsluna.
Útbreiðsla matarmenningar þjóða hefur einnig orðið til þess að kynna þær þjóðir sem
bestum árangri hafa náð í þeim efhum, í gegnum matreiðslubækur og veitingastaði og
vakið áhuga almennings á því að ferðast til viðkomandi landa eða svæða.
Hnattvæðingin hefur einnig alið af sér eftirspum eftir sérstökum mat, sbr. óttann um
einsleitni á matvælamarkaðnum sem nefndur er hér að ofan, mat sem er sérstakur fýrir
ákveðinn stað eða svæði. Segja má að alþjóðlegir straumar kallist á við svæðisbundna
sérstöðu (Karl Benediktsson 2000, bls. 110). Efitirspum eftir staðbundnum matvælum
stafar einnig af auknum kröfum um þekkingu á uppmna matvælanna og meðferð þeirra
áður en þau hafiia á diski neytandans . Hræðsla við eiturefnanotkun, umhverfissjónarmið,
dýravemd og það sem kallað er “fair trade” eða sanngjamir viðskiptahættir em þættir sem
skipta meira og meira máli hjá venjulegum neytanda í nútímaþjóðfélagi.
Allt er þetta hluti af þeirri þróun sem orðið hefur í hinum vestræna heimi á undanfömum
ámm og áratugum, meiri efhi, minni tími, aukin ferðalög, margbreytileg
fjölskyldumynstur og auknar kröfur um efnisleg lífsgæði.
Matarferðaþjónusta (culinary tourism)
Matarferðaþjónusta er hugtak sem er nýlega komið frarn á sjónarsviðið og skilgreiningin
á því hefur verið nokkuð mismunandi.
Hugtakið var fýrst sett frarn 1998 af Lucy Long við Bowling Green State í Ohio (Wolf
2003, bls. 5). Long er sérfræðingur á sviði þjóðfræði og alþýðumenningar (popular
culture) og kom fram með hugtakið culinary tourism til þess að útskýra þá reynslu að
upplifa menningu þjóða í gegnum matarmenningu þeirra og matargerðarlist.
Oft er talað um matarferðaþjónustu og landbúnaðartengda ferðaþjónustu sem það sama
og víst er að þessar tvær tegundir ferðaþjónustu tengjast mjög og geta jafhvel verið hluti
afhvor annarri.
Skilgreina má matarferðaþjónustu sem hluta af menningartengdri ferðaþjónustu, því
mikilvægur hluti hennar er að bera á borð fýrir ferðamanninn matarmenningu þjóða eða
svæða.
252