Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 68
og ostapróteinum. í þessum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að peptíðin hafa
líffræðilega virkni af ýmsu tagi (12-16). Peptið frá mysupróteinum hafa sýnt m.a.
jákvæð áhrif á blóðþrýsting, æðakerfið og ónæmiskerfið. Einnig hefur sést að sum
peptíð dragi úr hættu á að fá krabbameinsæxli, hafi vemdandi áhrif gagnvart
sykursýki og hafí bakteríudrepandi virkni. Peptíð frá ostapróteinum hafa m.a. sýnt
hliðstæða virkni eins og blóðþrýstingslækkandi virkni, jákvæð áhrif á ónæmiskerfíð
og sem vöm gegn sykursýki. Einnig hafa þau sýnt jákvæð áhrif á myndun hvítra
blóðkoma og blóðþynningarvirkni.
Nú þegar em nokkrar mismunandi vömr komnar á markaðinn erlendis. Laktóferrín úr
mjólk hefur um nokkurt skeið verið selt sem fæðubótarefni. Mjólkurvömr með mikið
magn þrípeptíðanna IPP og VPP, sem hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif, hafa verið á
markaði erlendis um nokkurt skeið og á íslandi markaðssetti MS vöm með þessum
eiginleikum árið 2003 undir heitinu LH.
Nýlega hefur á írlandi verið sett á markað afurð, sem inniheldur bæði prótein og
steinefni úr mysu, og er ætlað að stuðla að lækkun líkamsþyngdar með því að hafa
stjóm á fítuefnaskiptum líkamans. Vömnni er bætt út í drykki og næringarbita af
ýmsu tagi.
Ákveðin ostaprótein, Al-og B þ-kasein, geta myndað P-kasómorfín, sem hugsanlega
em talin vera ein af orsökum sykursýki af gerð 1 hjá bömum (16). A2 þ-kasein er ekki
talið hafa þessi áhrif. Það er mjög breytilegt milli kúastofna hvert hlutfallið er milli
Al-og A2 þ-kaseina. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að hlutfall A2 P-kaseins er mjög hátt í
íslenskri kúamjólk en einnig er hægt að hafa áhrif á það með kynbótum. Frekari
rannsókna er þörf áður en hægt er að skera endanlega úr um tengsl milli sykursýki 1
og Al- og B þ-kaseina. Mjólk með hátt hlutfall A2 p-kaseina hefur verið sett á
markað meðal annars í Nýja Sjálandi og í Ástralíu af fýrirtækinu A2 Corporation sem
stofhað var sérstaklega af þeim aðilum sem stóðu að rannsóknum á tengslum A2 og
sykursýki.
Lífvirkarfitusýrur em einnig mjög áhugaverðar. Mjólkurfíta inniheldur fjöldann allan
af mismunandi fítusýmm og í kúamjólk hafa um það bil 400 mismunandi fitusýmr
verið greindar. Rannsóknir á fitusýmm hefur einnig leitt til margra áhugaverðra
niðurstaðna. Að hluta til em um hliðstæð áhrif að ræða og hjá peptíðum en að sumu
leyti er um að ræða aðra virkni.
Visindalegar rannsóknir (15-18) hafa sýnt líffræðilega virkni m.a. er varðar stjómun á
blóðþrýstingi og á starfsemi nýmanna, blóðstorknun, sýkingum og
ónæmisviðbrögðum (afleiður línólsým og línólensým), vöm gegn krabbameini (CLA,
sphingomyelin, smjörsýra, eterfítusýmr) og sykursýki (línólensýra), vöm gegn hjarta-
og æðasjúkdómum (ómega-3 fitusýmr, línólsýra, línólensýra, CLA) og minnkun á
líkamsfitu (CLA).
CLA (e. conjugated linolenic acid) er sú fitusýra sem hefur hlotið einna mesta athygli
á síðustu ámm og hafa henni verið eignaðir margþættir heilsubætandi eiginleikar fýrir
utan þá eiginleika sem minnst var á hér að ofan (vöm gegn krabbameini og minnkun
líkamsfitu). Rannsóknamiðurstöður hafa m.a. gefíð til kynna að CLA minnki líkur á
æðakölkun, bæti næmni ffumanna gagnvart insúlíni og efli ónæmiskerfíð.
Fóðmn er einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á CLA innihald mjólkur. Fóður sem
inniheldur jurtaolíur með hátt hlutfall af línólsým og einnig fiskmjöl em dæmi um þá
þætti í fóðri sem hafa mikil áhrif. Einnig hefur verið sýnt fram á að kýr sem fá hátt
66