Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 106
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
Munur á meðferð og aðbúnaði gripa á búum
með mikil og lítil vanhöld kálfa
- Helstu niðurstöður könnunar -
Baldur Helgi Benjamínsson1, Grétar Hrafn Harðarson2 og Þorsteinn Ólafsson3
1 Bœndasamtökum íslands
2Landbúnaðarháskóla íslands 3Búnaðarsambandi Suðurlands
Yfirlit
Kálfavanhöld á Islandi eru einhver þau mestu í hinum vestræna heimi. Gerð var
könnun á aðbúnaði, fóðrun og hirðingu kálfa og kvígna og kúa um burð á 70 búum,
55 þar sem vanhöld á árunum 2000-2003 voru mikil (>25%) og 15 búum þar sem þau
töldust lítil (<10%) á sama tímabili.
Inngangur og markmið
Eins og komið hefur ffam í skýrslum nautgriparæktarfélaganna á undanfomum ámm
em vanhöld kálfa mikið og vaxandi vandamál hér á landi (Jón Viðar Jónmundsson,
2004). Arið 2001 var gerð rannsókn á áhrifum ýmissa umhverfisþátta á vanhöld kálfa,
s.s. fjöldi burða hjá kúnni, aldur kvígna við fýrsta burð, lengd meðgöngu o.fl. Þá var
eiimig athugaður munur á vanhöldum eftir feðmm og móðurfeðrum kálfanna og
könnuð áhrif skyldleikastuðuls móður og kálfs á lífslíkur kálfsins. Gerð var grein fyrir
niðurstöðum rannsóknarinnar í pistli í Frey árið 2001 (Baldur Helgi Benjamínsson,
2001).
I þessu verkefni, líkt og verkefninu ffá 2001 em vanhöld kálfa skilgreind sem afdrif 4
(kálfurinn fæddist dauður), 5 (fósturlát) og 8 (kálfurinn drapst innan 3 vikna ffá burði)
í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar.
Þar sem vanhöld kálfa aukast nú ár ffá ári var ákveðið að athuga ýmsa þætti er varða
aðbúnað, fóðmn og hirðingu kvígna, ffá því að þær koma í heiminn, þar til þær bera
sínum fyrsta kálfí. Markmið athugunarinnar var að varpa ljósi á þá þætti sem skýrt
geta þann mikla mun sem er á vanhöldum milli búa.
Efniviður og aðferðir
I upphafi vom tekin út úr skýrsluhaldsgranni BI kúabú sem vora virk í skýrsluhaldi á
sl. sumri og höfðu skráða > 35 burði hjá fyrsta kálfs kvígum á tímabilinu 2000 t.o.m.
2003. Alls vora það 285 bú, með 55 burði 1. kálfs kvígna að jafnaði á þessu tímabili.
A því stærsta bára 211 kvígur á tímabilinu, 35 á þeim minnstu. Vanhöld kálfa vora að
jafnaði 19,7% og spönnuðu þau ffá 3,3% (2 af 61) upp í heil 39,6% (19 af 48).
Valin vora 90 bú úr þessum hópi, 70 þar sem vanhöld kálfa undan 1. kálfs kvígum
vora mjög mikil (>24%) og 20 bú þar sem þau máttu teljast lítil (<12%). Útbúinn var
spumingalisti (sjá viðauka 1) og svara við honum aflað símleiðis. Bændunum á
þessum búum var einnig sent eyðublað þar sem skrá mætti upplýsingar um gang
burðar og heilsufar kálfsins og kýrinnar um og eftir burðinn. Vora þeir beðnir um að
senda þau til BÍ með mjólkurskýrslu janúarmánaðar 2005. Niðurstöður þess hluta
athugunarinnar verða gerð skil á öðram vettvangi.
104