Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 160
Dæmi um kornverslun - kerfi norskra kornbænda1
Noregur er um margt sambærilegur við ísland hvað komyrkju varðar. Komrækt er þar
víða miserfíð glíma við veðráttu, búin em fjölskyldubú af miðlungsstærð og minni og
kvikfjárræktin víða rekin á gmndvelli eigin fóðurræktar - við töluverð ríkisafskipti.
Sérhæfðum komræktarbúum fer þó fjölgandi að tiltölu. Um aldur var komrækt helsta
trygging matvælaöryggis Norðmanna, og í því skyni rak ríkið einkaverslun með kom
(Statens komforretning). Að kröfum tímanna hefur ríkisverslun með kom verið
aflögð, og er mikill hluti komverslunarinnar nú í höndum samvinnufélaga bænda.
Draga má helstu einkenni komverslunar Norðmanna saman þannig:
• Árleg komuppskera norskra bænda er nú liðlega 1,3 millj. tonn, þar af er bygg
um 0,55 millj. tonn.
• Æ stærri hluti komaflans kemur frá stórkombændum og -verktökum.
• Ríkar hefðir og gildandi reglur um verðmyndun ofl. valda því að nær allt
norsk-ræktað kom (mat- og fóðurkom) fer til afurðastöðva (kommyllna).
• Afurðastöðvar (kommyllur - þurrkunarstöðvar) taka við kominu og selja það
til fóðurverksmiðja að þurrkun lokinni. Tvö fyrirtæki, Felleskjepet og
Unikorn, sitja að meginhluta komverslunar landsins.
• Óháð fyrirtæki, Norske Felleskjop, stýrir komverslun landsins á gmndvelli
opinberrar reglugerðar (LD FOR 2002-06-21 nr. 772).
• Fátítt er að komið sé þurrkað og geymt á bæjunum líkt og áður var algengt.
Langmest fer beint úr þreskivél á akri til stórvirkra þurrkstöðva. Rakastig
koms við móttöku er jafnan á bilinu 15-25%.
• Lítið fer fyrir votverkun byggs, en hún er einkum stunduð í kúasveitum NV-
Noregs (á Mæri og í Raumsdal), þar sem byggð er dreifð og tíð votviðrasöm.
• Verð koms er ákveðið í búvörusamningum bænda og ríkis (Jordbruksavtalen)
þar sem skírskotað er til mælikoms með 15% raka og tiltekin viðmiðunargæði
(basiskvalitet).
• Samið er um gmndvallarverð koms (intensjonspris), en frá því dregst upphæð
til að mæta þurrkunarkostnaði, er fer eftir rakastigi komsins við móttöku.
• Gmndvallarverð komsins er leiðrétt eftir gæðum þess (rúmþyngd, mygla,
msl...), og skert vegna kostnaðar við flutning, gæðamat ofl. Þá er verðinu stýrt
(± 5%) eftir árstíð til þess að dreifa móttöku komsins hæfílega og þannig að
allt kom sé komið til afurðastöðvar eigi síðar en 1. mars árið eftir ræktun.
• Fjármagn kemur frá ríkissjóði til þess að greiða niður verð komsins frá
afurðastöð (þurrkunarstöð) til fóðurverksmiðju (prisnedskrivning).
Komárið 2004-2005 (1.7.2004.-30.6.2005) gilda þessar reglur um lækkun komverðs
vegna kostnaðar við þurrkun (Unikom 2004):
Grundvallarverð bvees
1.79 NKK/kg
Þurrkunargjald
20% rakastig
25% -
30% -
35% -
40% -
0,0975 NKK/kg
0,2020 NKK/kg
0,3395 NKK/kg
0,4985 NKK/kg
0,6835 NKK/kg
1 Hér er byggt á upplýsingum sem skrifarinn aflaði á fundum með fulltrúum fyrirtækjanna Unikom
(www.unikom.no~l og Felleskjopet 0V(www.fk.not. auk kombænda í Osló dagana 7. og 9. des. sl.
158