Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 193
Landslagsheildimar em skilgreindar út frá rýmismyndun, landnotkun og gróðurfari.
Landinu er skipt í þijú áhrifasvæði; sjávarins, búskaparins og hálendisins. Síðan er því
deilt niður í landslagsheildir og getur hver heild farið þvert á öll áhrifasvæðin (t.d.
árumhverfi) þó almennt séu þær innan hvers svæðis fyrir sig. Innan hverrar heildar er
litið til 6 þátta við greiningu;
• staðsetning og lýsing,
• náttúmfar,
• landnotkun,
• menningarsaga og minjar,
• landslagsheildir og upplifun
• viðkvæmni.
Tillögur að aðgerðum fýlgja einnig hverri landslagsheild, sem og hugleiðing um
ffamtíðina.
Landslagsgreining í verkefninu
Landslagið er auðlind sem hægt er að nýta á efnahagslegan hátt, ef rétt er staðið að
verki. Stolt heimamanna yfir firðinum sínum, sögunni, hefðunum og
samfélagsandanum hefur gríðarleg áhrif á komandi kynslóðir og vellíðan þeirra
sjálffa. Uppbygging samfélagsins verður að koma að innan, því sannfæring á eigin
ágæti og þor til að stíga skref fram á við, em miklu sterkari öfl en nokkur styrkur úr
ríkissjóði.
Menningarlandslag er nokkurs konar afurð samspils manns og náttúm. Það getur átt
við mjög ólíkar gerðir lands. A öðmm endanum er menningarlandslag sem hefur nær
eingöngu mótast af beit og slætti. Þessi gerð af menningarlandslagi á við um flesta
landnýtingu til foma, áður en vélar og krafa um arðsemi skóku jörðina. Þama em skil
á milli menningar- og ósnortins landslags ffekar óskýr og erfitt að greina á milli.
fullrœktaðs menningarlandslags, í hópi með ökmm og túnum. Vínekmr og einræktun
hvers konar, t.d. fóðuijurtir teljast til þessa flokks. Að lokum höfum við svo þéttbýlis
landslag og/eða iðnaðarlandslag þar sem manngerðar byggingar og vegir em ríkjandi
þáttur (Strandli, B. o.fl., 1987, bls. 24-25).
Hvað næst með landslagsgreiningu?
Landslagsgreining er tæki til að greina og flokka land, með það í huga að sérkenni
þess verði dregin ffam. Fyrstu viðbrögð íbúa þegar slík greining hefst er undmn á að
þeirra land og landslag geymi eitthvað sérstakt sem þarfnist greiningar, og því er allt í
einu þörf á því núna sem ekki hefur verið áður. En, þegar fólk hugsar sig um öll þau
verðmæti sem hafa tapast undir jarðýtur, skurðgröfur, byggingar og vegi, fer því að
líka betur sú hugmynd að vemda landið sem við höfum. Viljum við ekki öll halda
umhverfinu og landinu eins og það er í dag. Emm við það nýjungagjöm?
Einnig hef ég orðið vör við þau viðbrögð hjá fólki sem lesið hefur verkefnið að því
kemur á óvart hversu margt verðmætt er í kringum það, sem og það að heildin sjálf sé
aðalstyrkur svæðisins, ffekar en einstök fýrirbrigði. Landslagið er auðlind og skal fara
með það sem slíka. Sérkenni sveitarinnar, ánægja og vellíðan sveitunga á að virka sem
hvatning til þeirra sem hyggja á að setjast þar að í ffamtíðinni.
191