Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 227
Vöruþróun í breyttum heimi
Vöruþróun í ferðaþjónustu sem tekur mið af þessum breytta heimi miðast æ meira við alls
kyns sérþarfir og áhugamál. I stuttu máli þá er áhersla framtíðarinnar á
einstaklingsbundna og nánast sérsniðna þjónustu fyrir ferðamenn. Þetta tengist einnig
þeirri þróun að fólk fer í æ fleiri en styttri ferðalög og því aukast kröfumar um markvissa
þjónustu á þessum stutta tíma sem fólk hefur á ferðalaginu. Þá styttist alltaf tíminn sem
líður frá því að fólk tekur ákvörðun um að fara í frí og til þess að það lætur verða af
þessari ákvörðun sinni. Ekki eru svo mörg ár síðan að fólk safhaði sér fyrir utanlandsferð
og var að velta vöngum yfir málinu í langan tíma. Nú koma spennandi tilboð á netinu og
fólk stekkur til útlanda með fárra daga fyrirvara. Æ auðveldara er líka að bóka og
skipuleggja ferðalög á netinu og það mun hafa gríðarleg áhrif á ferðamynstur fólk sem og
alla vöruþróun. Margir vilja meina að upplýsingatæknin sé í raun önnur iðnbylting og eigi
eftir að hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar fyrir samfélag okkar og lífsmynstur og sú fyrri
gerði á sínum tíma. Því er áríðandi að ferðaþjónustan nýti sér þennan miðil á markvissan
hátt sem uppfyllir fjölbreyttar kröfur neytandans (Mercer on Transport and Travel 2001).
Ákvörðunarferlið hjá neytandanum í ferðaþjónustu er afar flókið og inn í ákvörðunina
um ferðalag á ákveðinn stað spila fjölmargir þættir sem lúta meðal annars að bakgrunni,
skoðunum og viðhorfum viðkomandi einstaklings. Þá er “ferðaþjónustuvaran” (tourism
product) sem slík ákaflega margbrotið fyrirbæri, samsett úr þjónustu ótal birgja úr
ferðaþjónustugeiranum (gisting, veitingar, afþreying, samgöngur, ofl.) en einnig úr
þáttum sem ekki hafa beint með ferðaþjónustu að gera s.s. staðsetning, veðurfar, náttúra,
verðlag o.s.frv. (Leidner 2004: 10, Pride 2002:110). Með öðmm orðum það er samspil
heildarinnar sem skiptir máli. Framboð hinna ýmsu þjónustuþátta, gæði stoðkerfisins,
samgöngur, almennt atvinnustig áfangastaðarins og svo seglamir (aðdráttaraflið) spila
saman í eina heild sem hægt er að vinna með sem áfangastað ferðamanna. Hátt
menntunarstig, góðar samgöngur, gæða upplýsinga og fjarskiptakerfi, gott þjónustustig,
þar með taldir þeir þættir sem lúta að umhverfismálum, sorphirðu, endurvinnslu og þess
háttar - allt era þetta atriði, sem hafa gríðarmikið að segja við þróun og uppbyggingu á
ferðaþjónustu einstakra staða eða svæða.
Hinn nýi viðskiptavinur er sjálfstæður, kröfuharður, vill góða 24 tíma þjónustu, er
tortrygginn og traust spilar mjög mikið inn í þegar fólk tekur ákvarðanir um ferðir og
fyrirtæki sem það velur að skipta við. Fólk vill skipta við aðila sem það þekkir og treystir
og því munu vöramerki verða æ mikilvægari í þessari atvinnugrein sem og öðram. Eitt
einkenni ferðaþjónustu er smæð fyrirtækja í greininni sem augljóslega felur í sér ákveðin
vandkvæði við að ná athygli markaðarins. Góð markaðssetning byggir á nákvæmri
þekkingu á markhópum og óskum þeirra. Lítil fyrirtæki hafa ekkert bolmagn í slíkar
rannsóknir og því er ljóst að mikilvægi samvinnu milli ferðaþjónustufyrirtækja fer sífellt
vaxandi. Hér á landi hafa fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki til sveita fylkt sér undir hatt
Ferðaþjónustu bænda en fyrirbærið “farmholiday” er vissulega nokkuð þekkt vöramerki
víða um heim, ekki síst í Evrópu og Skandinavíu (Sharpley 1997:52) þaðan sem stór hluti
gesta okkar kemur. Fyrirtæki innan raða Ferðaþjónustu bænda tengjast þannig ákveðinni
ímynd og sérstöðu sem meðal annars byggist á sterkri landbúnaðartengingu (Guðrún Þóra
Gunnarsdóttir 2001).
225