Fræðaþing landbúnaðarins


Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Side 227

Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Side 227
Vöruþróun í breyttum heimi Vöruþróun í ferðaþjónustu sem tekur mið af þessum breytta heimi miðast æ meira við alls kyns sérþarfir og áhugamál. I stuttu máli þá er áhersla framtíðarinnar á einstaklingsbundna og nánast sérsniðna þjónustu fyrir ferðamenn. Þetta tengist einnig þeirri þróun að fólk fer í æ fleiri en styttri ferðalög og því aukast kröfumar um markvissa þjónustu á þessum stutta tíma sem fólk hefur á ferðalaginu. Þá styttist alltaf tíminn sem líður frá því að fólk tekur ákvörðun um að fara í frí og til þess að það lætur verða af þessari ákvörðun sinni. Ekki eru svo mörg ár síðan að fólk safhaði sér fyrir utanlandsferð og var að velta vöngum yfir málinu í langan tíma. Nú koma spennandi tilboð á netinu og fólk stekkur til útlanda með fárra daga fyrirvara. Æ auðveldara er líka að bóka og skipuleggja ferðalög á netinu og það mun hafa gríðarleg áhrif á ferðamynstur fólk sem og alla vöruþróun. Margir vilja meina að upplýsingatæknin sé í raun önnur iðnbylting og eigi eftir að hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar fyrir samfélag okkar og lífsmynstur og sú fyrri gerði á sínum tíma. Því er áríðandi að ferðaþjónustan nýti sér þennan miðil á markvissan hátt sem uppfyllir fjölbreyttar kröfur neytandans (Mercer on Transport and Travel 2001). Ákvörðunarferlið hjá neytandanum í ferðaþjónustu er afar flókið og inn í ákvörðunina um ferðalag á ákveðinn stað spila fjölmargir þættir sem lúta meðal annars að bakgrunni, skoðunum og viðhorfum viðkomandi einstaklings. Þá er “ferðaþjónustuvaran” (tourism product) sem slík ákaflega margbrotið fyrirbæri, samsett úr þjónustu ótal birgja úr ferðaþjónustugeiranum (gisting, veitingar, afþreying, samgöngur, ofl.) en einnig úr þáttum sem ekki hafa beint með ferðaþjónustu að gera s.s. staðsetning, veðurfar, náttúra, verðlag o.s.frv. (Leidner 2004: 10, Pride 2002:110). Með öðmm orðum það er samspil heildarinnar sem skiptir máli. Framboð hinna ýmsu þjónustuþátta, gæði stoðkerfisins, samgöngur, almennt atvinnustig áfangastaðarins og svo seglamir (aðdráttaraflið) spila saman í eina heild sem hægt er að vinna með sem áfangastað ferðamanna. Hátt menntunarstig, góðar samgöngur, gæða upplýsinga og fjarskiptakerfi, gott þjónustustig, þar með taldir þeir þættir sem lúta að umhverfismálum, sorphirðu, endurvinnslu og þess háttar - allt era þetta atriði, sem hafa gríðarmikið að segja við þróun og uppbyggingu á ferðaþjónustu einstakra staða eða svæða. Hinn nýi viðskiptavinur er sjálfstæður, kröfuharður, vill góða 24 tíma þjónustu, er tortrygginn og traust spilar mjög mikið inn í þegar fólk tekur ákvarðanir um ferðir og fyrirtæki sem það velur að skipta við. Fólk vill skipta við aðila sem það þekkir og treystir og því munu vöramerki verða æ mikilvægari í þessari atvinnugrein sem og öðram. Eitt einkenni ferðaþjónustu er smæð fyrirtækja í greininni sem augljóslega felur í sér ákveðin vandkvæði við að ná athygli markaðarins. Góð markaðssetning byggir á nákvæmri þekkingu á markhópum og óskum þeirra. Lítil fyrirtæki hafa ekkert bolmagn í slíkar rannsóknir og því er ljóst að mikilvægi samvinnu milli ferðaþjónustufyrirtækja fer sífellt vaxandi. Hér á landi hafa fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki til sveita fylkt sér undir hatt Ferðaþjónustu bænda en fyrirbærið “farmholiday” er vissulega nokkuð þekkt vöramerki víða um heim, ekki síst í Evrópu og Skandinavíu (Sharpley 1997:52) þaðan sem stór hluti gesta okkar kemur. Fyrirtæki innan raða Ferðaþjónustu bænda tengjast þannig ákveðinni ímynd og sérstöðu sem meðal annars byggist á sterkri landbúnaðartengingu (Guðrún Þóra Gunnarsdóttir 2001). 225
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270

x

Fræðaþing landbúnaðarins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fræðaþing landbúnaðarins
https://timarit.is/publication/1565

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.