Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 162
komafurðastöðva (þurrkunarstöðva) og síðan fóðurverksmiðja og rennur þannig inn í
islenska kommarkaðinn, er myndast mundi/gæti. Leiðin gefur færi á að nýta
sérhæfðan búnað, tæki og kunnáttu út í hörgul, er ætla má að geti lækkað
ffamleiðslukostnað komsins nokkuð. Þar á móti kemur að þurrkun komsins og
tilheyrandi kostnaður verður ekki umflúinn. Leiðin ber blæ þess iðnbúskapar
{Industrial Farming Systems - 4. vefsíða) sem æ sterkar hefur mótað landbúnað
Vesturlanda, og þar með talið íslands, síðustu árin. Tæknilega gæti þessi leið skapað
gmndvöll til iðnaðar innanlands t.d. svo sem vinnslu matkoms og bruggunar, og
hugsanlega útflutningi á íslensku gæðakomi.
Á tilraunaskeiði sínu, 1981-2004, hefur íslenska komræktin þróast án umtalsverðra og
sérmerktra styrkja. Bændur, og þá einkum kúabændur, á hagstæðum ræktunarsvæðum
landsins hafa verið þar í forystu. Hver og einn bóndi hefur tekið afstöðu til
byggrœktar á hagrœnum forsendum síns eigin bús. Kúa- og sauðfjárbændur hafa haft
val um nýtingu beingreiðslna í framleiðsluferlunum. Aðrir umtalsverðir notendur
byggs, þ.e. svína- og alifuglabændur, hafa hins vegar ekki notið þeirra, og þeir virðast
heldur ekki hafa litið á innlenda byggrækt sem hagkvæman kost í fóðuröflun sinni.
í landi, þar sem bændur rækta og nota ýmsar fóðurtegundir, og ræktunarskilyrði, sem
þeir búa við, em mjög misjöfn, þarf að meta vandlega áhrif þess, réttlæti og þörf á að
taka upp sérmerktar og verulegar niðurgreiðslur á eina fóðurtegund öðmm fremur.
Þær kalla á endurskoðun fleiri þátta í opinbemm afskiptum af búvöruframleiðslunni
en umfram allt mjög markvissa greiningu á því hver hin eiginlegu markmið með
niðurgreiðslunum skuli vera.
Áhersluefni til umræðu
Líta ber á samantektina sem tilraun til þess að viðra nokkur sjónarmið um komrækt og
komverslun, er ræða þarf. Þau em vafalaust mun fleiri. En að lokum má reyna að
draga nokkra þætti viðfangsefnisins saman þannig:
> Tilraunaskeið innlendrar komræktar 1981-2004 hefur byggt upp reynslu og
þekkingu sem er verðmæti til framtíðar. Það hefur sýnt að kom (bygg) á, að
uppfýlltum ræktunar- og hagrænum skilyrðum, fullt erindi inn í íslenska
fóðurframleiðslu við hlið annarra verðmætra fóðuijurta.
> Sakir veður- og verkunarskilyrða verður komþroski (gæði) misjafnari og
vatnsmagn í komi við skurð í flestum tilvikum meira hérlendis en gerist í
samkeppnislöndum. Hvort tveggja eykur bæði beinan og óbeinan
framleiðslukostnað. Veðrátta setur uppskemmagni einnig sínar skorður.
> Fátt bendir til annars en að áfram verði krafa uppi um lækkun afurðaverðs;
bændur mæta henni með sambærilegri verðkröfu til allra aðfanga, þ.m.t. fóðurs.
Þak framleiðsluverðs fóðurs mun því líklega fara lækkandi, a.m.k. allra næstu ár.
> Þurrkun uppskemnnar er forsenda innlends kommarkaðar. Þurrkun koms er
dýrari en votverkun og opinberan stuðning virðist þurfa til þess að þurrkað kom
geti staðist samkeppni við innflutt kom, við núverandi skilyrði.
> Verði tilraun gerð til þess að koma upp afurðastöð (þurrkstöð) fyrir íslenskt kom,
er gmnn geti lagt að innlendum kommarkaði, ber að undirbúa hana vandlega, og
skilyrða virkri og félagslegri þátttöku kombænda á móti hugsanlegri þátttöku
ríkis, en framlag þess sýnist ráða því hvort slíkur rekstur getur gengið eða ekki.
160