Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 245
Fræðaþing landbúnaðarins 2005
ísland - ævintýraland
Christiane Mainka
Hólaskóla
í þessu erindi ætla ég meðal annars að fara yfir þær tegundir afþreyingar og ævintýraferða
sem eru vinsælastar á Islandi í dag, rekja lítillega hvemig þær hafa þróast og fjalla
sérstaklega um þátt fagmennsku og öryggiskrafna í þeim tilfellum sem þær em lykilatriði.
Inngangur
Það þarf ekki endilega að vera útlenskur ferðamaður til þess að taka eftir fjölda
auglýsinga þar sem landið okkar, ísland með sínum flottustu litum, formum og í sinni
sérkennilegu birtu er auglýst sem stórkostlegt ævintýraland. Strax þegar komið er úr
flugvélinni á Keflavíkurflugvelli og gengið er inn að verslunarsvæðinu, taka slík loforð á
stórum auglýsingaspjöldum á móti manni.
En er Island virkilega ævintýraland?
Fyrir mig, sem kom fyrir tæpum 10 ámm sem þýsk hestastelpa í “mekkalandið mitt” þar
sem íslenski hesturinn á uppmna sinn er það engin spuming: Já, ísland er virkilega
ævintýralegt í orðins fyllstu merkingu.
Þessi náttúmfegurð, þessi víðátta og birta, þessi hreinleiki og ffelsi, þetta unga land, sem
er enn svo ósnortið af mannahöndum, einfaldlega í því formi sem náttúran skapaði það.
Þetta er óneitanlega ævintýri út af fyrir sig, því að hvar annars í Evrópu finnum við slíkar
aðstæður? Þetta staðfesti líka nýleg könnun sem Ferðamálaráð gerði, að flestir ferðamenn
koma til Islands vegna þessarar einstöku náttúm og yfir 60% sögðu að “einstakt
náttúmævintýri” lýsti Islandi best.
A síðasta áratug jókst eftirspum eftir þjónustu við ferðamenn um fleira en bara gistingu
og náttúrskoðun. Ferðafólkið vildi ekki einungis slökun og rólegheit, heldur leitaði sífellt
eftir meiri upplifun, meiri spennu; einfaldlega meiri afþreyingu. Svarið við þessari
eftirspum kom hægt en bítandi. Ahugamenn af ýmsum sviðum afþreyingar og útivistar
fóm að bjóða ferðamanninum með í sínar ferðir og ýmiss afþreyingafyrirtæki spmttu upp
um allt land. Einnig komu margir ferðaþjónustubændur á fót ýmiskonar afþreyingu á
sínum býlum eða í nágrenni þeirra, til þess að draga fleiri ferðamenn til sín og senda þá
enn ánægðari heim.
ísland hefur á sér ævintýrablæ sem þýðir að ferðafólk sækist eftir ævintýralegri
afþreyingu hér, eða ævintýraferðum. David Grant skilgreinir ævintýraferðir sem “Joumey
of the mind” eða “ferð hugans” (David Grant, 2001, bls.166-170). Galdurinn við góða
ævintýraferð liggur í því, að örva hugarflug ferðamannsins, láta hann finna fyrir
ákveðinni áhættu, sem hann er að leitast eftir, án þess að koma honum virkilega í hættu.
Þetta hljómar ekki bara flókið, heldur er það líka, þar sem línan þama á milli er hárfín.
Fagmennskan þarf að vera í hámarki og búnaðurinn í besta ásigkomulagi, til að ná þessu
vandasama jafhvægi. Þetta þýðir að miklu þarf að kosta til til að gera reksturinn faglegan
og ömggan.
243