Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 259
Efling matarferðaþjónustu býður upp á fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og vöruþróunar,
ekki síst á landsbyggðinni. Eigi þróun að eiga sér stað á landsvísu þarf markvissa stefnu
stjómvalda og hagsmunaaðila í þessum efnum.
Þróun matarferðaþjónustu á landsbyggðinni kallar á samvinnu heimamanna í héraði.
Mikilvægt er að matvælaframleiðendur, matvælavinnslufyrirtæki og ferðaþjónustuaðilar
vinni saman að þessum málum eigi vel til að takast. Stuðningur stjómvalda á hverjum
stað skiptir einnig gríðarlega miklu máli. Ef takast á að efla ferðaþjónustu á ákveðnu
svæði er mikilvægt að ferðamaðurinn hafi nóg að gera meðan hann dvelur þar. Það er
ekki nóg að ferðamanninum bjóðist gisting á svæðinu, einnig þarf að bjóða upp á
fjölbreytni í mat og afþreyingu ýmisskonar. Þetta kallar á samhæfðar aðgerðir
heimamanna.
Til að hægt sé að átta sig á því hvemig best sé að haga þessari vinnu er þörf á
rannsóknum á þessu sviði, á ferðamanninum sem neytanda, á matarhegðun hans, óskum
og væntingum. Markmiðið ætti að vera að reyna að varpa ljósi á neyslumunstur
ferðamanna og væntingar þeirra til matar. Ferðamaðurinn sem einstaklingur og neytandi
er lykillinn að því hvaða kröfur það em sem ferðaþjónustan þarf að mæta. Með því að
skoða þessa hluti út frá ferðamanninum sjálfum aukast líkumar á að uppfylla kröfur hans
og þar með að auka ánægju hans af dvölinni. Einnig gefast meiri möguleikar á því að átta
sig á þeim tækifæmm sem í þessu liggja fyrir ferðaþjónustuna.
Heimildir
Essén T., 2001. Mat och matvanor pá Island, ig&r och idag. Verkefni við Háskóla ísland 2001.
http://www.hi.is/~larsi/Mat.htm skoðað 14.01.05.
Hall, C.M., Mitchell R.D., 2004. Knowing your customer. Óbirt erindi flutt á ráðstefhunni First
Intemational Conference on Culinary Tourism. May 15-18. 2004. Victoria, B.C. Canada.
Hall C.M., Sharples L. 2003. The consumption of experiences or the experience of consumption? An
introduction to the tourism of taste. Food tourism around the world. Bls. 1-24.
Karl Benediktsson. 2000. Borðhald og búseta: Um landfræði matvæla. Manneldi á nýrri öld. Bls. 104-
116.
Landbúnaðarráðuneytið. 2005. Skýrsla nefndar sem skipuð var af landbúnaðarráðherra um heimasölu
afurða bœnda.
Landbúnaðar- og Samgönguráðuneyti. 2002. Islenska eldhúsið, þróun og markaðssetning islenskrar
matargerðarlistar.
Murray, I., Haraldsdóttir L. 2004. Developing a Rural Culinary Tourism Product: Considerations and
Resources for Success. ASAC (Administrative Sciences Association of Canada) Quebec City,
ráðstelhurit 2004.
Rusaanes Kr. Ola. 2004. Problems, challenges and possibilities in smallscale food production. Flutt á
ráðstefhunni Heimavinnsla ogsala afurða á Hvanneyri 30. apríl 2004.
Torres. R. 2002. Towards a better understanding of tourism and agriculture linkages in the Yucatan:
tourist food consumption and prcferences. Tourism Geographies 4(3), 2002, 282-306.
Wolf, E. 2003. Culinary Tourism: A tasty Economic proposition. (grein fáanleg á heimasíðunni
www.culinarvtourism.org). skoðað 12.03.04.
257