Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 134
og málmristum. Á furu, harðvið og hálmi þarf að klaufsnyrta talsverðan ef ekki mestan hluta
fjárins. Það er löngu staðfest að málmristar gefa góða fótstöðu og slíta klaufum hæfilega, en
fura slítur klaufum sáralítið og fótstaða fjár á fururimlum er oft slæm (Simensen, E., 1977).
Hér hefur verið sýnt fram á að epoxyrimlar hafa svipuð áhrif á klaufir og málmristar.
Það er mikill munur á því hve oft þarf að sópa gólfm. Sjaldnast þurfti að sópa furu og harðvið.
Oftast þurfti að sópa málmristamar. Það sem var sópað af gólfunum er slæðingur úr
görðunum. Það má gera ráð fyrir að hann hafi verið svipaður á öllum gólfgerðum en það er
misjafn hve auðveldlega hann kemst niður úr gólfmu. Þar hefúr hijúfleiki og lögun opnunar
mikil áhrif.
Ódýrasta gólfefnið í byggingu er fura, þá harðviður, málmristar, steypa og svo epoxy sem er
dýrast. Hinsvegar segir stofnkostnaður manni lítið um hver raunvemlegur kostnaður verður.
Mikilvægasta atriðið til að lækka kostnað við fjárhúsgólf er að hámarka endingu þeirra og
jafhffamt að stunda forvamir sem miða að því, að koma í veg fýrir slæðing sem þarf að
hreinsa af gólfunum til að lækka vinnukostnað. Þegar búið er að reikna inn í vexti á bundið
fjármagn og vinnukostnað kemur í ljós að fura er áffam ódýrasta gólfíð, þá harðviður, steypa
og hálmur. Epoxy og málmristar era dýrastu gólfefnin. Hinsvegar er nokkuð mismunandi
hvemig kostnaður skiptist í fastan- og breytilegan kostnað.
Alyktanir
Hér hefur verið sýnt ffam á að raunveralegur kostnaður við fjárhúsgólf endurspeglast ekki
beint i stofnkostnaði þeirra heldur miklu ffemur endingu þeirra og þeirri vinnu sem þarf að
leggja til vegna þrifa á þeim. Það er ekki munur á því hvaða tekjum mismunandi gólf skila í
formi afurða.
Framhald
Verkefnið er enn í gangi og stefnt er að því að ljúka því sumarið 2005. Núna er í gangi
samanburður 7 gólfgerða þar af er ffamhaldsathugun á 5 gólfgerðum sem hér hefur verið
fjallað um. Einnig verða framkvæmdar atferlisathuganir áa á mismunandi gólfum.
Þakkir
Framkvæmdamefnd búvörasamnings.
Sigvaldi Jónsson, bústjóri að Hesti ásamt hans starfsfólki.
Eyjólfur Kr. Ömólfsson, rannsóknarmaður Hesti.
Starfsmenn bútæknisviðs Rannsóknarstofhunar landbúnaðarins.
Starfsmenn rannsóknarstofú Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.
Heimildir
Andersen, I. L., Bne, K. E. og Færevik, G., (2003). Sauers preferanse for ulike liggeunderlag. ITF rapport
124/2003: Norges Landbrukshogskole.
Bjami Guðmundsson og Guðmundur Hallgrímsson, (2004). Komræktin á Hvanneyri. Freyr, 1, 30-33.
Boe, K., (1985). Drenerende gulv for sau. IBT-Rapport nr. 218. Ás: Norges Landbrukshogskole.
Boe, K., (1987). Innredningfor sau i lammingsperioden: Norges Landbrukshogskole.
Boe, K. E., (1998). TBL 230/231 Husdyrenes omgivelser 1998. Ás: Norges landbrukshogskole.
Boe, K.E., (2002). Framtidens sauehus: Oslo: Norsk kjotsamvirke.
Bell, S., (1964). Sauen. Stavanger: Gjostein Bokstrykkeri a.l.
Daelemans, J., Lambrecht, J. og Maton, A., (1985). Housing of animals. Amsterdam: Elsevier.
Ensminger, M. E. (1978). The Stockmans’s handbook. Danville, Illinois: The interstate.
Faller, T. C., Himing, H. J., Hoppe, K. J., Nudell, D. J. og Ricketts, G. E., (1994). Sheep housing and equipment
handbook. Iowa: MidWest Plan Service.
132