Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 81
Grænmeti, ávextir og heilsa
Fjöldi rannsókna bendir til að grænmeti og ávextir geti átt þátt í að koma í veg fyrir
sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og viss krabbamein, einkum þau sem
tengjast meltingarvegi (Alþjóðaheilbrigðismálastofhunin 2002). Ýmsir möguleikar eru
á að skýra þessi áhrif en þau efni sem gætu komið við sögu eru andoxunarefhi og
önnur snefilefni eins og flavanóíð, karótenóíð, C vítamín og fólasín. Einnig gætu
trefjaefni skipt miklu máli.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (2002) hefur talið litla grænmetis- og ávaxtaneyslu
vera meðal sjö helstu áhættuþátta ótímabærra dauðsfalla í Evrópu. Lítil grænmetis- og
ávaxtaneysla var talin stuðla að 19% magakrabbameina og 31% kransæðasjúkdóma.
Samkvæmt útreikningunum mátti rekja 2,7 milljónir dauðsfalla í heiminum til lítillar
grænmetis- og ávaxtaneyslu.
Talið hefur verið að hægt sé að koma í veg fyrir 20-40% allra krabbameina í
Bandaríkjunum með breyttum fæðuvenjum (Swanson 1998). Samkvæmt þessu eiga
aðeins reykingar stærri þátt í myndun krabbameina. Aukin neysla grænmetis og
ávaxta ein og sér er talin geta komið í veg fyrir 20% krabbameina. Þær grænmetis- og
ávaxtategundir sem einkum hafa verið tengdar við lækkaða tíðni krabbameins eru
káltegundir (sérstaklega spergilkál, höfuðkál og rósakál), blaðgrænmeti, gulrætur og
sítrusávextir.
Niðurstöður um samband neyslu grænmetis og ávaxta og heilsu eru tiltölulega
afgerandi en niðurstöður fyrir einstök efni í grænmeti eru ekki eins skýrar. Efni í
grænmeti og ávöxtum eru fjölmörg og eins víst er að allnokkur efni skipti máli og
samspil þeirra sé mikilvægt fyrir jákvæð áhrif á heilsu. Eríitt er að sýna fram á
heilsufarsleg áhrif einstakra efna í grænmeti og ávöxtum.
Takmarkaðar upplýsingar eru til um magn plöntuefna í grænmeti og ávöxtum.
Áreiðanlegt mat á neyslu þessara efna liggur því í mörgum tilfellum ekki fyrir. Einnig
skortir upplýsingar um nýtingu (e. bioavailability) flestra efnanna í fólki. Með nýtingu
efnis er átt við það hversu stór hluti efnisins í inntekinninni fæðu er tekinn upp úr
fæðunni og tekur þátt i efhaskiptum líkamans. Margar rannsóknir á virkum efnum úr
plöntum hafa farið fram í dýrum eða á rannsóknastofu þar sem til dæmis
krabbameinsfrumur eru rannsakaðar. Alltaf þarf að hafa vissan fyrirvara þegar slíkar
rannsóknaniðurstöður eru túlkaðar fyrir manninn.
Grænmeti er mikilvægur hluti af fjölbreyttu fæði. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim
hvetja því til aukinnar neyslu grænmetis og ávaxta. Neysla Islendinga á þessum hollu
vörum er ennþá alltof lítil þótt hún hafi farið vaxandi á síðustu árum.
Heimildir
Alþjóðaheilbrigðismálastofhunin, 2002. The world health report 2002. Reducing risks, promoting
healthy life. 4. og 7. kaflar. http://www.who.int/whr/2002/en/. Sótt 16.01.2005.
Bidlack, W.R. & W. Wang, 2000. Designing fiinctional foods to enhance health. I Phytochemicals as
bioactive agents. (Ritstj. W. Bidlack o.fl.), Technomic Publishing Co. Inc., Lancaster, 241-270.
Bravo, L., 1998. Polyphenols: Chemistry, dietary sources, metabolism and nutritional significance.
Nutrition Reviews 56 (11): 317-333.
Decker, E.A., 1995. The role of phenolics, conjugated linoleic acid, camosine and pyrroloquinoline as
nonessential dietary antioxidants. Nutrition Reviews 53 (3); 49-58.
79