Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 145
Mælingar á stöðugum samkomum sýndu athyglisverðar niðurstöður. Styðja þær um
margt þær niðurstöður sem mælingar á loftrýmd sýna. Eftir er að skoða betur samband
vatnsheldni og samkoma. Sumarið 2004 kom ffam að hlutur samkoma jókst vemlega
þegar kom ffam á sumar. Þá er jörð farin að þoma og hún helst off sæmilega þurr
meðan gróður tekur upp vatn, en blotnar eftir það. Samkomabyggingin veikist þegar
jarðvegurinn blotnar. Rökum móajarðvegi hættir til klessast við moldverpið og þá er
betra að hann blotni enn nokkuð áður en plægt er, en hann má þó ekki verða mjög
blautur. Einnig er hægt að plægja meðan hann er þurr. A vorin þarf að gæta þess að
fínvinna ekki fyrr en jörð er orðin nógu þurr. Annars er hætta á að móajarðvegur
klessist og samkomin renni sundur. í jarðvegi, sem er ríkur af sandi og mélu, er hætta
á myndun skánar á yfirborði.
Nokkuð hefur verið gert af jarðvinnslutilraunum áður, en erfitt er að lesa mikið út úr
þeim sumum og stundum em upplýsingar af skomum skammti. I tilraun með endur-
vinnslu eftir kal á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 1968 mældist aukið loftrými fjórum
áram seinna á reitum sem höfðu verið unnir borið saman við lítið unnið eða óhreyft
land. Einnig fannst munur eftir áburði. Loftrými var meira á reitum sem fengu búfjár-
áburð eða kalksaltpétur en á reitum sem fengu Kjama þótt pH væri 6,4 (Bjami E.
Guðleifsson, 1986). I tilraunum á Hvanneyri var tilhneiging til að mikil jarðvinnsla
minnkaði holurými (Ottar Geirsson, 1971).
Rúmþyngd jarðvegs ræðst einkum af lífrænu efni í jarðvegi og segir lítið um aðra
eðliseiginleika hans. Islenskur móajarðvegur, sem ber einkenni eldfjallajarðar, hefur
þó tiltölulega lága rúmþyngd, 0,5-0,8 g/sm3, og af því leiðir að holurými er miklum
mun meira en í flestum öðram jarðvegi. Hann er því vatnsheldinn og miðlar vatni vel
til gróðursins, einnig úr vatnsforða neðan róta. Jarðvegur í Miðgerði og á Korpu, sem
tekinn var til rannsóknar, er með rúmþyngd á því bili sem einkennir móajarðveg,
nema tún á Korpu. Þar voru sýni tekin á melbarði, aðeins til hliðar við þann stað sem
ætlað var. Móajarðvegur hefði fengist með því að halda sig fjær barðinu. Einkenna
melsins eða malarhjallans gætir einnig í sýnum úr 2 ára akri sem vora tekin þar
skammt ffá. Jarðvegur í Vindheimum er að mestu leyti með rúmþyngd > 1 g/sm3 og
era það einkenni sendins jarðvegs, en í honum gætir þó ýmissa eiginleika
móajarðvegs. í mýraijarðvegi er rúmþyngd lægri og holurými meira (Ami Snæbjöms-
son, 1982a, 1984). Hins vegar fer vatnsrýmd og loftrýmd lítið eftir rúmþyngd.
Lokaorð
Loftun jarðvegs og miðlun vatns til gróðurs era eiginleikar ræktunaijarðar sem geta
ráðið úrslitum um árangur ræktunar. Góð samkomabygging auðveldar jarðvinnslu og
tryggir betri árangur hennar. Gæta þarf þess að vinna land á sem heppilegustu raka-
stigi til að varðveita góða byggingu. Mælingar á þessum eiginleikum ættu að vera
fastur liður í rannsóknum þar sem jarðvinnsla skiptir máli, t.d. á forræktun og
sáðskiptum eða innsáningu túngresis í kom. Þær era tímafrekar, viðfangsefnin þarf
því velja vandlega og skipulag þarf að vanda til þess að þær gefi góðan árangur.
Þakkarorð
Verkefnið var styrkt af Tæknisjóði Rannís og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Stephen Sparrow,
prófessor í Fairbanks í Alaska, lagði á ráðin um upphaflega skipulagningu verkefhisins og um val á
mælingum og aðferðum. Starfsmenn verkefhisins vom Kristján Ottar Eymundsson 2002 og seinni árin
Rannveig Guichamaud og Brita K. Berglund. Faglega leiðsögn hafa veitt Þorsteinn Guðmundsson,
Friðrik Pálmason, Bjami E. Guðleifsson, Jón Guðmundsson umhverfíssviði Rala og Jónatan
Hermannsson, en auk þeirra hafa ýmsir aðrir starfsmenn Rala komið að verki eða leiðbeint um
starfsaðstöðu.
143