Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 192
landslagsheildir og svæði með svipuð sérkenni; býli og ræktað umhverfi, árumhverfi,
heiðar/fjöll og að lokum fjörur og strandsvæði.
Almennt um Þistilfjörð
Þistilfjörður er á Norðaustur-homi landsins. Svæðið hefur verið einangrað að ýmsu
leyti; bæði hvað varðar almennar samgöngur en einnig hvað varðar kvikíjársjúkdóma.
Riða hefur aldrei komið upp og þama má finna einn hreinasta geitastofn landsins, þótt
lítill sé. Nú liggur fyrir að betri vegtenging verði gerð yfír Öxarfjarðarheiði sem mun
breyta ýmsu fyrir heimafólk hvað varðar aðföng og samgöngur. Þessi nýi vegur mun
einnig þýða meiri straum ferðamanna og það að svæðið verður eftirsóknarverðari til
búsetu, ef rétt er staðið að verki en jafnffamt gæti orðið til viss ógnun við landslagið
Á þessum tímamótum tel ég rétt að ferðaþjónustuaðilar geri markvissa áætlun um
hvað þeir vilja sem ffamtíðamppbyggingu á svæðinu og hvaða möguleikar geta
skapast, ekki einungis vegna betri vegar heldur vegna sérstöðu svæðisins sem
sauðfjárræktarhéraðs. Einnig tel ég alla heimamenn þurfa að gera upp við sig hvort
ekki sé mikilvægt að standa saman í því verkefni að halda sérkennum svæðisins sem
sauðfjárræktarhéraðs. Mikilvægt er að vemda og viðhalda sérkennum landsins og
gróðursins þannig að lyngmóamir og hálfdeigjumar hverfi ekki í sinulubba, heldur
verði haldið við með þeirri landnotkun sem mótaði þá, sauðfjárbeit. Sú aldagamla
menning sem fýlgir sauðfjárræktarhéraði má ekki glatast.
Mannfjöldi í Svalbarðshreppi
Ibúar hreppsins em 125 og þar af er rúmur helmingur þess yngri en 20 ára og eldri en
70 ára. Hreppurinn er víðlendur og stijálbýll, en enginn þéttbýliskjami er innan hans.
Þjónustu sækja íbúar til næsta þéttbýlis, Þórshafnar.
Árið 1712 em talin 16 býli í Svalbarðshrepp og er þá ekki gert uppá milli jarða og
hjáleiga. Eyðibýlin og eyðihjáleigur teljast vera 17 og höfðu þær flestar verið lengi í
eyði þegar jarðabókin var gerð (Ámi Magnússon og Páll Vídalín, 1988, 351-367).
I sýslu- og sóknarlýsingum árið 1870 er því getið um 34 ábúðaijarðir, 6 sel (í eyði) og
27 eyðibýli sem vitað er um. Býli em í dag 20 samkvæmt Land og fólk 2003, en
eyðibýli sem vitað er um em 38.
Aðferðafræði í verkefninu
Grundvallarþættimir í aðferðaffæðinni em; landslagsheildir, fjölbreytni og styrkleikar.
Aðferðin er mótuð með það í huga að skýra gmnninn sem þarf til skipulagsvinnu, s.s.
í aðalskipulag. Landinu er skipt í stærri heildir (fjöll, láglendi og strandsvæði) en
síðan flokkað í landslagsheildir, eða svæði með svipuð sérkenni s.s. heiðarlönd
(Clemetsen, M. 2001,bls.6).
190