Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 249
ferðast saman og aðstoða hvem annan ef eitthvað fer úrskeiðið. Þar sem þessir sérútbúnu
jeppar era mjög dýrir, leigja margir jeppaeigendur út bíla sína og hafa út frá því þróast
ýmis fýrirtæki sem fara með ferðamenn í ferðir.
Kosturinn við slíkar ferðir er að ferðamaðurinn getur haft mikil áhrif á val áfangastaða
ferðarinnar og hver getur fengið sérsniðna ferð, sem opnar fýrir þann möguleika að
viðkomandi fái draumaferðina sína, þó að tíminn sé naumur. Þar sem farþegafjöldi í
jeppaferðum fer sjaldnast yfir 7 verða ferðimar mjög persónulegar.
Auk þess gera jeppaferðir þeim kleift að upplifa ævintýrið íslensku náttúruna á
óbyggðum slóðum, sem ekki hafa áhuga eða getu til þess að fara í gönguferðir,
hjólreiðatúra eða hestaferðir.
Hátt í 20 fýrirtæki bjóða fram jeppaferðir.
Skíði
Talandi um kaldar slóðir verður auðvitað að nefha vaxandi skíðaiðkun á Islandi, áður en
fjallað er aftur um afþreyingu að sumarlagi. Skíði höfðu lengi vel fyrst og ffernst hagnýtt
gildi og voru notuð til samgangna í miklum snjóþyngslum allt frá landnámi. I samanburði
við nágrannalönd okkar eins og Sviþjóð og Noreg virðist hafa dregið úr notkun skíða
hérlendis þegar ffarn liðu aldir og kunnátta manna tapast smá saman niður.
I kringum 1900 varð endurvakning í greininni og skíðaíþróttin breiddist hægt og rólega út
um landið á ný. Skíðaiðkun er helsta vetraafþreying landsmanna nú til dags.
í lífsgildakönnun Gallup ffá árinu 1998 kemur ffam að 22.7% landsmanna fara á skíði á
hveijum vetri. Samkvæmt upplýsingum frá Elmari Haukssyni hjá Skíðasambandi Islands
komu veturinn 2000-2001. Að hámarki komu 4000 manns á skíði í Bláfjöllum á einum
degi og samanlagt þann vetur komu um 12.000 manns. Veturinn 2000-2001 komu 27.800
gestir í Hlíðarfjall við Akureyri og voru 6 af hveijum 10 utanbæjarfólk. Helstu
skíðasvæði íslendinga eru Bláfjöll, Böggvisstaðafjall (Dalvík), Hengilsvæðið, Hlíðarfjall,
Húsavík, ísafjörður (Tungudalur - Seljalandsdalur), Oddskarð, Sauðárkrókur
(Tindastóll), Siglufjörður, Skálafell, Snæfellsjökull og Stafdalur við Seyðisfjörð.
Margir munu spyija sig af hveiju svo mörg sveitarfélög eyða talsverðum fjárhæðum í
skíðasvæði sín, þar sem reksturinn á oftast erfitt með að bera sig. En eins og í mörgum
öðrum afþreyingagreinum hafa skíðasvæði margföldunaáhrif. Talað er um að velta í
kringum skíðasvæði, eins og gisting, veitingasala og önnur verslun sé tíföld miðað við
innkomu á skíðasvæðinu sjálfu. Þetta er hreint og klárt dæmi um mikilvægi góðs
afþreyingarframboðs fýrir ferðaþjónustu. Hlýnandi veðurfar hefur verið erfiðast rekstri
margra skíðasvæða og hefur fjöldi opinna daga sveiflast verulega á undafömum árum.
Þetta óöryggi hamlar auknum straumi erlendra skíðamanna til Islands og dregur úr
tekjumöguleikum.
Siglingar
Siglingar eru stór afþreyingagrein og undir hana flokkast: hvalaskoðun, bátsferðir og
river rafting eða flúðasiglingar.
Hvalaskoðun er á eftir sundi og gönguferðum mest nýtta afþreyingin samkvæmt könnun
Ferðamálaráðs frá síðustu árum. Margir ferðamenn koma fyrst og ffernst til íslands í þeim
tilgangi að fara í slíka ferð. Ef við skoðum nokkrar tölur, þá voru um 19 fyrirtæki sem
247