Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 191
í grein 6 í samningnum er m.a. farið ffam á að það sé unnið yfirlit sem greinir ólíkar
tegundir af landslagi, einkenni þeirra og samsetningu. Margar aðferðir má nota og í
stað þess að bíða eftir og reyna að þróa hina einu sönnu aðferð er lögð áhersla á að
hefjast handa og prófa sig áffam með mismunandi svæði og aðferðir - þannig getur
landslagssamningurinn orðið virkur og nothæff verkfæri í skipulagsvinnu og
ákvarðanatöku. Engin ein aðferð er sú eina rétta!
Hér hjá okkur hefúr landslagsgreiningu verið beitt í allmörgum verkefnum
Hengilssvæðið, Friðland að Fjallabaki, Hálendisskipulagið og ekki síst vinnu að
Rammaáætlun - í þessum verkefnum em mismunandi aðferðir notaðar en aðallega er
unnið á hálendi landsins. Innan svæðisskipulags- og aðalskipulagsáætlana er
ennffemur farið að vinna markvisst með mat á landslagi og gæðum þess - en ennþá er
mikið starf óunnið , einkum við að koma ffæðunum út í „praksis”.
Gæðamarkmið
Samvinna sérffæðinga, yfirvalda og heimamanna að kortlagningu, skráningu,
greiningu og mati þarf að ljúka með ákvörðun og gerð einhverskonar „gæðastaðla”
sem stuðla að markmiðsetningu og ffamkvæmdaáætlun fyrir viðkomandi byggðalag.
Upplifun / tilfmning fyrir landslagi á ekki eingöngu að vera gerð af fagfólki
undirbyggð af rannsóknum sérffæðinga. Skoðun og tilfmningu íbúa þarf að meta og
virða sbr. framgöngu Guðrúnar í Brattholti þegar hún lagði á sig ómælt erfiði til
vemdunar Gullfoss því hún taldi hann fegurstan fossa og sem auðlind í landslagi.
Ályktun landbúnaðarráðherra Norðurlanda 2004
Sú vinna sem farið hefur fram undanfama áratugi á Norðurlöndum í landslagsfræðum,
menningarlandslagsvinnu, landslagsgreiningu og mati á landslagi auk vinnu við
Evrópska landslagssáttmálann hefur vafalítið átt stærstan hlut í því að
landbúnaðaráðherrar Norðurlanda sendu ffá sér sameiginlega ályktun ( Akureyri
2004) þar sem lögð er áhersla á stuðning við vinnu um framtíðarhlutverk
landbúnaðarins og landslagið sem auðlind.
Undirstrikað er mikilvægi þess að halda áffam þeirri vinnu sem þegar hefur verið
gerð, þróa og reyna nýjar aðferðir og efla rannsóknir.
íslenskt verkefni í landbúnaðarhéraði um landslag sem auðlind
í litlu samfélagi í Vestur-Noregi, Herand var unnið markvisst að því að gera
samfélagið að aðlaðandi stað til að heimsækja og búa á og til að styrkja samvinnu og
tilfinningu íbúanna við þeirri sérstöðu í menningu , náttúmfari og landslagi sem þar er
að finna. Aðferðin byggir á samvinnu sérfræðinga og heimamanna til að undirstrika
skoðun og þekkingu íbúa á sinni heimabyggð - og sem sett var í faglegan ramma af
fagfólki. Fólksfækkun, rýmun landgæða, landbúnaður sem átti undir högg að sækja og
þar með hnignun menningararfsins ( skógarhögg, sögunarmylla, smábátar, o.fl.) vom
allt atriði sem fjallað var um. Þetta verkefni varð m.a. kveikjan að BSc verkefni Hildar
Stefánsdóttur síðastliðið vor við LBH - sem ein leið til að undirstrika mikilvægi
landslagsins sem auðlindar i byggðaþróun og jafnframt varðveislu menningararfsins
einnig hér við okkar aðstæður.
Þar sem Herand er mjög hliðstætt við Svalbarðshrepp, með svipuð vandamál og
landffæðilegar aðstæður, er sama aðferðaffæði reynd. Landið skiptist í
gmndvallaratriðum í: strönd, rœktuð svœði og hálendi, en er síðan flokkað í
189