Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 128
Flestar rannsóknir sýna að klaufír slitna það vel á málmristum að ekki er þörf á klaufskurði
(Bne, K. 1985; Grétari Einarssyni, 1982; Nygaard, A., 1977; Simensen, E„ 1977). Þekkt er
að klaufaslit og fótastaða sé slæm hjá fé á fururimlum - jafnvel verri en á taði/hálmi
(Nygaard, A„ 1977; Simensen, E„ 1977).
Andersen, I. L. o.fl. (2003) athuguðu hvemig ær af Dala kyni völdu á milli fjögurra
mismunandi gólfa. Rúnar ær vildu helst liggja á hálmi, þá timburgólfí og gúmmímottum en
síst málmristum. Ef meira en þijá vikur höfðu liðið ffá rúningi gerðu æmar ekki greinarmun á
ofangreindum gólfgerðum.
Boe, K. (1987) komst að því að plastrimlar væm of hálir til að hægt væri að láta ær bera á
þeim, lömbin duttu niður um rifumar á milli rimlanna og gátu ekki staðið upp. Hann ályktaði
sem svo að hálka gerði lömbum alltaf erfíðara að standa á fætur eftir burð og því væri stamara
undirlag alltaf æskilegra. Reyndar var rifubreiddin 25 mm í þessari rannsókn, seinna segir
Boe, K. E. (2002) að rifubreidd megi ekki vera meiri en 20 mm ef æmar eigi að bera á
gólfínu.
Efni og aðferðir
Rannsóknin fór fram í fjárhúsunum að Hesti og hófst haustið 2002. Eftirfarandi gólfefni vom
borin saman:
- Epoxy: Bangkirairimlar 25x70 mm með tveggja þátta sandbomu epoxyeftii, rifa 20
mm.
- Fura: Fumrimlar 32x100 mm, rifa 20 mm.
- Harðviður: Bangkirairimlar 25x70 mm, rifa 20 mm.
- Hálmur: Hálmur var lagður ofan á troðið malargólf.
- Málmristar: Strekkmetalmottur 90x183 cm með 60-70% opnun.
- Steypa: Steyptir rimlar með 80 mm breiðum rimlum, rifa 20 mm.
Hvert gólfefni var sett í eina 18 m2 kró. Hálmstian var í hlöðunni. Á hveiju gólfi voru hafðar
23-29 ær fæddar 1997 til 2001. Æmar vom fóðraðar til viðhalds og fósturmyndunar. Hey var
gefíð einu sinni á dag og æmar höfðu stöðugan aðgang að vatni.
Slitmælingar og ending
Slit á rimlum var mælt 21. nóvember 2002 og 27. október 2003 með aðferð sem var hönnuð
af starfsmönnum bútæknisviðs Rannsóknarstofnunar Landbúnaðarins ásamt höfundum
(Sigurður Þór Guðmundsson, 2004). Ending var metin með heimsóknum til bænda.
Afurðir og heilbrigði
Fæðingarþungi lamba og fijósemi var skráð á sauðburði vorið 2003. Fjórða mars var snoð
klippt og vegið af hverri á. Æmar vom vigtaðar mánaðarlega veturinn 2002-2003 og þannig
fékkst þynging ánna ffá desember 2002 til maí 2003. í skýrsluhald Hestbúsins em færðar
upplýsingar um vanhöld og afdrif áa og lamba.
Hreinleiki, ullarmat og bleyta á góifum
Þann 4. mars 2003 var hreinleiki ánna metinn, fyrir snoðrúning. Einkunnin saman stóð af sjö
matsþáttum; framfótarhné/leggur, síða, hækill, læri, bringa, reyfi og hey í ull. Einkunnin 0 er
sumarhvít og 5 er skítugast. Snoði af hverri gólfgerð var haldið sér og metið sérstaklega af
tveim ullarmatsmönnum, bæði samkvæmt reglugerð nr. 856/2003 um ullarmat og eins var
ffamkvæmd röðun á snoðinu eftir hreinleika.
126