Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 119
Tilraunir með sumarbeit sauðfjár á láglendi
í þessum verkefhaflokki hafa verið gerðar fjórar tilraunir auk úttektar á reynslu bænda af
beit á láglendi og sumarslátrun sem kynnt var á veggspjaldi á Fræðaþinginu 2004 og síðar í
Frey (Þórey Bjamadóttir o.fl., 2004a,b).
Fyrsta tilraunin var á Hesti sumarið 2002, þar sem 52 lambær vom látnar ganga í
heimahögum fram í byijun ágúst. Þá vom lömbin tekin undan helmingi ánna og sett á
ræktað land en hinar æmar fóra með lömbunum inn á ræktaða landið. Ræktunin var
skipulögð þannig að sáð var grænfóðri af mismunandi tegundum, bæði sumar- og
vetrarafbrigðum og fénu hleypt inn á grænfóðurhólfm eftir því sem það var sprottið. Auk
þess var aðgangur að áborinni há og úthaga. Fylgst var með ásókn fjárins í mismunandi
tegundir grænfóðurs og þannig reynt að meta lystugleika. Til samanburðar við
grænfóðurbeitina vora lambær sem gengu á afrétti. Helstu niðurstöður vora að lömbin sem
gengu á afrétti með mæðram höfðu svipaðan fallþunga (15,6 kg) og lömbin sem vora á
ræktuðu landi án mæðra (15,4 kg), en lömbin sem gengu á ræktuðu landi með mæðram
vora þyngst (17,1 kg) við slátran í októberbyijun (Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, 2003). Mest
ásókn var í vetrarrepju en vetrarrýgresi var einnig vinsælt.
Sumarið 2003 var gerð tilraun i svipuðum stíl en þá vora öll lömb tekin undan ánum og sett
á ræktað land, en ánum sleppt aftur í úthaga. Ánum var skipt í þijá hópa og tekið undan á
mismunandi tímum, í byijun ágúst, um miðjan ágúst og í byijun september. Til
samanburðar vora ær sem gengu á affétti og ær sem gengu i heimalandinu allt sumarið.
Reynt var að meta mjólkurmagn í ánum áður en lömbin vora tekin undan með því að stía
lömbunum ffá og vigta þau fyrir og eftir sog, alls 4 sinnum yfir einn sólarhring. Ræktaða
landið samanstóð af vetrarrepju og há en einnig höfðu lömbin aðgang að úthaga. Helstu
niðurstöður vora þær að umtalsverð fallþungaaukning fékkst með því að taka lömbin undan
ánum og setja á ræktað land, og því meira eftir því sem þau vora fyrr tekin undan. Lömbin
sem tekin vora undan í byijun ágúst lögðu sig með 18,5 kg fallþunga eða um 2 kg meira en
þau sem vora undir mæðranum á úthaga allan tímann. Öllum lömbunum var slátrað í
októberbyijun.
Þriðja tilraunin á Hesti var gerð sumarið 2004 með nokkuð öðra sniði en þá var sauðburði
flýtt hjá tilraunaánum, sem bára um 20. apríl. Ánum var skipt í tvo meðferðarhópa eftir
burð þar sem annar hópurinn (A) var fóðraður við opið í þrjár vikur og svo settur á tún en
hinn (B) settur út á tún ca. viku eftir burð og gefið út. Allar æmar vora síðan á túni ffam í
miðjan júní, þegar helmingnum af hvoram hóp var sleppt í úthaga (A1 og Bl) en hinum
helmingnum (A2 og B2) á áboma nýrækt ásamt úthaga. Öllum lömbum var slátrað 18.
ágúst. Meðalfallþungi lambanna var 15,0 kg og flokkun ágæt. Lítill munur var á
meðferðarhópum ffá því um vorið, þó höfðu B-hópamir heldur vinninginn, enda var vorið
2004 með eindæmum gott og gróður snemma sprottinn.
í öllum tilraununum voru lömbin vigtuð og ómmæld reglulega og skráður fallþungi,
kjötmat, skrokkmælingar og stig í sláturhúsi. Tekin vora sýni úr hryggvöðva 24 lamba í
hverri tilraun og gerðar gæðamælingar á kjötinu og skynmat í samstarfi við sérffæðinga
Matra og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Seinni tilraunimar tvær era uppistaðan í
meistaraverkefni Þóreyjar Bjamadóttur, sem unnið hefur við ffamkvæmd tilraunanna og
mun vinna úr niðurstöðum þeirra en hún áætlar að ljúka námi í árslok 2005.
117