Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 200
sjúkdóma með niðurskurði á árunum 1937 til 1950. Niðurskurðurinn fækkaði fénu afltur
tímabundið, árið 1949 eru 402 þúsund íjár í landinu en fjölgar síðan, nokkuð jafnt og þétt,
ffam til 1977 þegar 896 þúsund fjár voru í landinu og hefur aldrei verið fleira, hvorki fyrr
né síðar.
BúQárþróun á landinu - Hross
Ekki eru til neinar tölur um hrossafjölda á landinu lfam til 1703 fremur en tölur fyrir
nautgripi og sauðfé. Fjöldi hrossa hefur án efa sveiflast mikið eftir árferði þar sem stærsti
hluti þeirra, eins og fjárins, var alfarið á útigangi. í köldum árum, eins og 1693 hafa hross
fallið umvörpum eins og fyrmefnt dæmi ffá Þórami í Forsæludal sýnir. Árið 1703
reyndust vera 27 þúsund hross alls í landinu og miðað við áætlaða sauðfjártölu er ekki
óvarlegt að álykta að fjöldi hrossa hafi verið töluvert minni á 17. öld en töluvert fleiri á
10. öld fram á 13. öld, þegar “hetjur riðu um hémð”. Árið 1770 em hrossin komin í 33
þúsund en féð er þá í lágmarki vegna fjárkláðans. Eftir móðuharðindin em hrossin hins
vegar ekki nema 8,5 þúsund. Á fyrstu áratugum 19. aldar liggur fjöldinn á milli 20-30.
þúsund, en fjölgar síðan í nær 40 þúsund um miðbik aldarinnar og liggur milli 30-40
þúsund út 19. öldina. Á 19. öld liggur nærri að hrossafjöldinn sé 10% af
sauðfjárfjöldanum og virðist hrossunum fækka minna í harðindum en fénu, samanber
1802 þegar fénu fækkar um nær 40% á milli ára en hrossum aðeins um 10%, og 1859
þegar fénu fækkaði um 20% en hrossum einungis um 2-3%. Páll Bergþórsson (1987)
hefur reiknað út að búfjárfækkunin á 19. öld hafi verið um 30% að meðaltali fyrir hverja
lækkun meðalhitans um 1°C. Framan af 20. öld fjölgar hrossunum enn, em flest árið
1943 um 62 þúsund. Við vélvæðinguna í landbúnaði eftir seinna stríð fækkar hrossum
síðan jafnt og þétt fram til 1963, í 29 þúsund. Frá 1964 fjölgaði hrossunum á nýjan leik,
og vom komin yfir 70 þúsund á síðasta áratug 20. aldarinnar.
Búfjárþróun á 5 bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit
Engar heimildir em til um fjárfjölda á bæjunum Haukagili, Hvammi og Gilsbakka í
Hvítársíðu og Húsafelli og Sigmundastöðum í Hálsasveit fýrir 1703, fremur en á landinu
öllu. Mat jarðanna eftir gamla jarðamatinu gefúr hugmynd um þann bústofn sem ætlað
var að jörðin gæti framfleytt og gæti því hafa verið á bæjunum fyrr á öldum.
Jarðamatið á rætur sínar að rekja til þjóðveldisaldar. Fast mat var lagt á allar jarðeignir
og lausafé á 11. öld þegar tíund var lögtekin, en matið mun þó allmiklu eldra (Bjöm
Þorsteinsson 1966). I jarðamatinu fór dýrleikinn eftir hversu marga gripi jörðin gat borið,
hvaða hlunnindi fylgdu jörðinni og hvaða ítök jörðin átti í öðmm jörðum. Eitt hundrað
var snemma miðað við 120 álnir (nærri 60 metra) af vömvaðmáli sem jafngilti kýrverði
(kúgildi) sem aftur jafngilti 6 ám, loðnum og lembdum að vori eða 12 sauðum (Jónsbók).
Kúgildi var talið þurfa til að ffamfleyta manni árið. Meðaljörð var talin vera 20 hundmð
og gat því ffamfleytt 20 manns, höfúðból vom 60 hundrað eða meira. (Þorvaldur
Thoroddsen 1919, Bjöm Þorsteinsson 1966)
Samkvæmt gamla jarðamatinu vom Sigmundastaðir 16 hundraða jörð. Fyrir Húsafell en
gamli “jarðardýrleikinn óviss því jörðin tíundast öngvum” (Ami Magnússon og Páll
Vídalín 1925) en jörðin er metin á 22,6 hundmð samkvæmt nýju mati 1861 (Ný jarðabók
198