Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 107
Spumingalistanum var í meginatriðum skipt í fjóra flokka: kálfar 0-6 mánaða, kvígur
6 mánaða til 2 mánuðum íyrir burð, kýr og kvígur og kýr < 2 mánuðum fyrir burðinn.
Helstu atriði voru fóðmn (mjólk, hey, beit, kjamfóður); aðbúnaður (fjósgerð, undirlag,
aðlögun kvígna); steinefna-, snefilefna-, ormalyfja og vítamíngjöf; burðareftirlit og
burðarhjálp.
Niðurstöður og umræður
Alls tókst að afla svara ffá 70 búum (77,8%), 55 í hærri flokknum og 15 í lægri
flokknum. Ekki náðist í 19 bú og gögn af einu búi vora ekki talin nothæf. Eitt bú til
hafði oftalið vanhöld kálfanna lítillega. Áreiðanleiki gagnanna verður því i heild að
teljast mikill og ætti að gefa góða mynd af núverandi ástandi mála.
Það er þekkt að mikil áraskipti geta verið á vanhöldum innan búanna og var athugað
hvemig þróunin hefði orðið á árinu 2004. Þar má sjá að meðaltalið í lægri flokknum
var komið í 12,8% (0-26,7) og í þeim hærri var það 19% (2,2-58,3). Hér ber þó að
taka þann fýrirvara að bara eitt ár er undir og því aðeins ca. !4 af þeim fjölda burða
innan hvers bús, miðað við það sem upphaflega gagnasafnið byggði á.
Kálfar 0-6 mánaða
Ekki er hægt að greina mun á fóðmn smákálfa milli lágu og háu búanna, hvorki í
mjólkurmagni á dag, lengd mjólkurgjafar eða upphafí heygjafar, eins og ffam kemur í
1. töflu. Á öllum búum nema einu í hvomm flokki byijaði heygjöf strax í fyrstu
vikunni effir burðinn, að öðmm kosti byrjaði hún rúmri viku eftir burðinn.
1. tafla. Fóðrun smákálfa
Lág bú Hábú
Mjólkurgjöf, 1/dag 5,4 5,5
Lengd mjólkurskeiðs, vikur 12,6 12,3
Upphaf heygjafar, vikur e. burð 0,1 0,1
Munur á gjafatækni mjólkurfóðmnarinnar var heldur ekki afgerandi, þó er hærra
hlutfall lágu búanna með túttufötur fýrir einn kálf og fleiri há bú nota túttufötur fyrir
fleiri kálfa. Nánari útlistun á gjafatækni má sjá á 1. mynd.
1. mynd. Gjafatækni við mjólkurfóðrun
105