Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 137
Þegar jarðefni hlaðast upp eru einstök kom sér, sérkomabygging. Þau haldast að
ákveðnu marki saman vegna eigin viðloðimarkrafta en einkum vegna vatnshimnu sem
heldur þeim saman. Við jarðvegsmyndun geta eftii fallið út, sem líma eða steypa
komin saman, og við það myndast heilsteyptur massi sem getur verið allstöðugur. I
jarðveginum valda lífvemr, skipti þurrks og raka og ffostverkanir því að þessi massi
springur og myndar sjálfstæðar einingar, samkom (aggregate). Stöðugleiki samkoma
fer eftir komastærð, efnum sem líma eða binda þau saman og síðast en ekki síst eftir
vatnsmagni. Þegar samkomin þoma verða hárpípukraftar sterkari, samloðunarkraftar
milli koma aukast og samkom geta orðið mjög hörð. Við aukið vatnsmagn minnka
hárpípukraftar vatnsins uns þeir hverfa, bil milli einstakra koma eykst þannig að
samloðunarkraftar minnka og hætta er á að samkomin renni í sundur.
Markmið jarðvinnslu er m.a. að bæta byggingu jarðvegsins. Það losnar um jarðveginn
og holurými eykst, aðallega stórar holur, og við það eykst sighraði vatns (infiltration
raté) í jarðvegi og loftun verður betri. Stórar byggingareiningar og klumpar brotna
upp en áhrif á smáar byggingareiningar, þ.e. samkomabyggingu jarðvegs, em að
jafnaði lítil. Jarðvegurinn á að verða nógu laus fyrir nytjagróðurinn og yfírborðið á að
vera hæfilega gróft til að standast ánauð regns og vinda (Þorsteinn Guðmundsson,
1994).
Jarðvegsheitið móajarðvegur vísar til mólendis sem er notað um ákveðna gerð
yfirborðs og gróðurfar sem því fylgir. Móajarðvegur hefur einkum byggst upp af áfoki
og hefúr einkenni eldfjallajarðar (sortujörð, andosol). Samkvæmt flokkun Ólafs
Amalds (2004a,b) er fyrst og fremst um brúnjörð að ræða með <12% C og >6% leir.
Mólendi hefúr einkenni þurrlendis, en oft er þó um hálfdeigjur að ræða og landið því
ræst áður en það er ræktað. Jarðvegur með miklu magni af allófanleir hefúr þann
eiginleika að við álag getur hann klesst saman og vatn brotist út úr honum jafnvel þótt
hann virðist ekki nema þokkalega rakur og molni sem rök mold í höndunum. Þessi
eiginleiki nefnist þjál áferð (smeary consistencé) og kemur fram sem gljái á
plógstreng þegar móajarðvegur er plægður. Jarðvinnsla er yfirleitt létt ef unnið er við
hagstætt rakastig, en bygging móajarðvegs er veik.
Vatnsheldni og loftun
Eðlisþyngd basalts, sem er algengasta bergtegundin á Islandi, er um 3,0. Hún er lægri
eftir því sem bergið er súrara og eðlisþyngd líparíts er um 2,6. Eðlisþyngd efna í
jarðvegi er þó lægri, einkum vegna þess að í honum er töluvert af lífrænu efni og
einnig vegna þess að steinefni í jarðvegi em töluvert veðmð og ummynduð. T.d er
holrými í allófanleir. í stað eðlisþyngdar jarðvegsefna er fremur talað um rúmþyngd
hans, þ.e. þyngd 1 sm3 í grömmum eða eins lítra í kílógrömmum. Hún ræðst af
eðlisþyngd og holurými jarðvegs. Holurýmið er fyllt af lofti og vatni. í flóðum eða
mikilli rigningu getur jarðvegurinn orðið vatnsmettaður, en laust bundið vatn rennur
burt á 1-3 dögum ef jarðvegur er vel ræstur. Það vatn, sem þá er eftir, geta plöntumar
tekið upp, þó ekki nema að hluta því að vemlegur hluti er of fast bundinn til að
plöntumar geti náð því. Vatnið binst fastar eftir þvi sem holumar em fínni.
Holurýmið er flokkað eftir því hve fast það bindur vatn og reiknað sem hlutfall (%) af
rúmmáli. Fastheldni jarðvegs á vatn er jafngildi undirþrýstings eða sogs og er oft
mæld í loftþyngdum eða sm vatnssúlu. Vamsbinding við ákveðinn þrýsting er mæld
með því að jarðvegurinn er mettaður af vatni og því er svo náð út með yfirþrýstingi
eða sogi, vigtað og sýnið þurrkað við 100-105°C til að finna vatn í jarðvegi við þann
135